Kaupþing Lúx. átti til að koma fram fyrir hönd hluthafa í hluthafaskrá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2015 21:00 Stefnt er að því að ljúka vitnaleiðslum í Marple-málinu svokallaða á morgun. vísir/gva Eggert Jónas Hilmarsson starfaði sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg á árunum sem hin meintu brot í Marple-málinu áttu sér stað. Eggert var meðal þeirra vitna sem gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna málsins en hann gaf svaraði spurningum í gegnum síma. Það kom í hlut sækjanda að spyrja hann í upphafi. „Marple var félag sem var til í bankanum í Lúxemborg,“ sagði Eggert. „Þetta var eitt af þremur fyrirtækjum sem var stofnað svona er ske kynni að grípa þyrfti til þess. Upphaflega var það stofnað af Kaupþingi og það var notað er kom að viðskiptunum með bréfin í Exista.“ Meðal gagna málsins eru stofnskjöl Marple sem Skúli Þorvaldsson undirritaði sem eigandi félagsins í júní 2007 nokkrum mánuðum áður en Exista viðskiptin gengu í gegn. Fyrir dómi hefur Skúli sagt að hann hafi aldrei heyrt af félaginu fyrr en eftir hrun og aldrei hafi verið rætt við hann um það. Eggert sagði að til að félög á borð við Marple séu „tekin af lager“ þurfi að ganga frá pappírum er varða eignarhald og skrifa undir skjöl þess efnis að taka yfir félagið. Stundum hafi þess verið óskað að bankinn kæmi fram fyrir hönd félagsins á pappírum en ekki raunverulegur eigandi þess.Sjá einnig: Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Ekki hafa allir verið sammála um eignarhald á Marple. Skúli Þorvaldsson staðhæfði í skýrslutöku að hann hefði aldrei keypt hlut í félaginu eða látið fé renna í það. Halldór Þ. Birgisson, verjandi Skúla, hefur spurt flesta þá sem gefið hafa skýrslu að því hvort þeir kannist við félagið og hvenær það var stofnað. Einnig hefur hann vísað í skjal sem er útskrift af hluthöfum Marple í ágúst 2007 úr Legilux, lúxemborgísku hluthafaskránni. Þar sé Kaupþing Lúxemborg skráð sem eigandi félagsins. Hafði hann sagt að þetta renndi stoðum undir það að Skúli hefði aldrei átt félagið og að samkvæmt lögum í Lúxemborg væri ólöglegt að skrá nokkurn annan en eiganda þess í slíka skrá. „Ég sá gögn hjá okkur um að félaginu hafi verið afsalað til Skúla,“ sagði Eggert er Halldór spurði hann út í málið. „Magnús [Guðmundsson] hafði líka tjáð mér að Skúli ætti það. Í upphafi var alltaf lagt út með það Magnús myndi ræða við Skúla um að verða eigandi félagsins. Ég veit ekki hvernig það fór. Magnús og Þórður Emil, viðskiptastjóri, sáu um það að vera í samskiptum við hann.“ „Það kom fyrir að eigendur vildu ekki koma fram í hluthafaskrá félaga og þá gat bankinn komið þar fram fyrir hönd umbjóðanda síns,“ sagði Eggert aðspurður um útskriftina úr Legilux. „Það er alltaf skráður einhver sem er „beneficial owner“ fyrri hvert félag samt sem áður.“„Vitni á að bera til um atvik máls“ Einnig voru teknar skýrslur af fólki sem starfaði á bókhaldssviði, reikningshaldi, verðbréfa- og vörsluhluta og við frágang á erlendum greiðslum Kaupþings. Voru þeir spurðir út í aðkomu sína að greiðslum þeim er ákært er fyrir. Flestir gáfu þau svör að þeir hefðu ekkert óeðlilegt séð við þær eða að þeir myndu illa eftir málsatvikum enda átta ár liðin frá að þau áttu sér stað. Á meðan ein vitnaleiðslan stóð yfir gerði Sigurður G. Guðjónsson athugasemdir við aðferðir saksóknara. „Vitni á að bera til um atvik máls en ekki gef álit. Það er ekki rétt að spyrja vitni út í hvort þetta eða hitt fullnægi einhverjum verklagsreglum. Það er rétt að hætta öllu svona rugli,“ sagði hann. Er vitnið var að yfirgefa salinn sagði Sigurður að þegar það var yfirheyrt hjá sérstökum saksóknara við rannsókn málsins hafi verið villt um fyrir því í inngangi yfirheyrslanna og það þráspurt um færslur sem það vissi ekkert um. Vitnin stöldruðu flest stutt við í dómsalnum og er eitt þeirra yfirgaf salinn hafði Sigurður á orði að það sýndi best hve tilgangslausar vitnaleiðslurnar væru. Gert er ráð fyrir því að vitnaleiðslum ljúki fyrir hádegi á morgun. Málflutningur hefst á fimmtudagsmorgunn. Sækjandi hefur sagt að hann geri ráð fyrir að þeir þurfi á fjórðu klukkustund til að flytja mál sitt og er stefnt að því að hann auk tveggja verjenda geti flutt mál sitt á fimmtudag. Gangi allt eftir ætti málflutningi að ljúka á föstudag. Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eggert Jónas Hilmarsson starfaði sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg á árunum sem hin meintu brot í Marple-málinu áttu sér stað. Eggert var meðal þeirra vitna sem gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna málsins en hann gaf svaraði spurningum í gegnum síma. Það kom í hlut sækjanda að spyrja hann í upphafi. „Marple var félag sem var til í bankanum í Lúxemborg,“ sagði Eggert. „Þetta var eitt af þremur fyrirtækjum sem var stofnað svona er ske kynni að grípa þyrfti til þess. Upphaflega var það stofnað af Kaupþingi og það var notað er kom að viðskiptunum með bréfin í Exista.“ Meðal gagna málsins eru stofnskjöl Marple sem Skúli Þorvaldsson undirritaði sem eigandi félagsins í júní 2007 nokkrum mánuðum áður en Exista viðskiptin gengu í gegn. Fyrir dómi hefur Skúli sagt að hann hafi aldrei heyrt af félaginu fyrr en eftir hrun og aldrei hafi verið rætt við hann um það. Eggert sagði að til að félög á borð við Marple séu „tekin af lager“ þurfi að ganga frá pappírum er varða eignarhald og skrifa undir skjöl þess efnis að taka yfir félagið. Stundum hafi þess verið óskað að bankinn kæmi fram fyrir hönd félagsins á pappírum en ekki raunverulegur eigandi þess.Sjá einnig: Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Ekki hafa allir verið sammála um eignarhald á Marple. Skúli Þorvaldsson staðhæfði í skýrslutöku að hann hefði aldrei keypt hlut í félaginu eða látið fé renna í það. Halldór Þ. Birgisson, verjandi Skúla, hefur spurt flesta þá sem gefið hafa skýrslu að því hvort þeir kannist við félagið og hvenær það var stofnað. Einnig hefur hann vísað í skjal sem er útskrift af hluthöfum Marple í ágúst 2007 úr Legilux, lúxemborgísku hluthafaskránni. Þar sé Kaupþing Lúxemborg skráð sem eigandi félagsins. Hafði hann sagt að þetta renndi stoðum undir það að Skúli hefði aldrei átt félagið og að samkvæmt lögum í Lúxemborg væri ólöglegt að skrá nokkurn annan en eiganda þess í slíka skrá. „Ég sá gögn hjá okkur um að félaginu hafi verið afsalað til Skúla,“ sagði Eggert er Halldór spurði hann út í málið. „Magnús [Guðmundsson] hafði líka tjáð mér að Skúli ætti það. Í upphafi var alltaf lagt út með það Magnús myndi ræða við Skúla um að verða eigandi félagsins. Ég veit ekki hvernig það fór. Magnús og Þórður Emil, viðskiptastjóri, sáu um það að vera í samskiptum við hann.“ „Það kom fyrir að eigendur vildu ekki koma fram í hluthafaskrá félaga og þá gat bankinn komið þar fram fyrir hönd umbjóðanda síns,“ sagði Eggert aðspurður um útskriftina úr Legilux. „Það er alltaf skráður einhver sem er „beneficial owner“ fyrri hvert félag samt sem áður.“„Vitni á að bera til um atvik máls“ Einnig voru teknar skýrslur af fólki sem starfaði á bókhaldssviði, reikningshaldi, verðbréfa- og vörsluhluta og við frágang á erlendum greiðslum Kaupþings. Voru þeir spurðir út í aðkomu sína að greiðslum þeim er ákært er fyrir. Flestir gáfu þau svör að þeir hefðu ekkert óeðlilegt séð við þær eða að þeir myndu illa eftir málsatvikum enda átta ár liðin frá að þau áttu sér stað. Á meðan ein vitnaleiðslan stóð yfir gerði Sigurður G. Guðjónsson athugasemdir við aðferðir saksóknara. „Vitni á að bera til um atvik máls en ekki gef álit. Það er ekki rétt að spyrja vitni út í hvort þetta eða hitt fullnægi einhverjum verklagsreglum. Það er rétt að hætta öllu svona rugli,“ sagði hann. Er vitnið var að yfirgefa salinn sagði Sigurður að þegar það var yfirheyrt hjá sérstökum saksóknara við rannsókn málsins hafi verið villt um fyrir því í inngangi yfirheyrslanna og það þráspurt um færslur sem það vissi ekkert um. Vitnin stöldruðu flest stutt við í dómsalnum og er eitt þeirra yfirgaf salinn hafði Sigurður á orði að það sýndi best hve tilgangslausar vitnaleiðslurnar væru. Gert er ráð fyrir því að vitnaleiðslum ljúki fyrir hádegi á morgun. Málflutningur hefst á fimmtudagsmorgunn. Sækjandi hefur sagt að hann geri ráð fyrir að þeir þurfi á fjórðu klukkustund til að flytja mál sitt og er stefnt að því að hann auk tveggja verjenda geti flutt mál sitt á fimmtudag. Gangi allt eftir ætti málflutningi að ljúka á föstudag.
Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30