Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. september 2015 14:02 Skúli Þorvaldsson við aðalmeðferð Marple-málsins. vísir/gva Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Í gær voru skýrslur teknar af Guðný Örnu Sveinsdóttur, Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Þau eru sökuð ýmist um fjárdrátt, hlutdeild í frjárdrætti, hylmingu og í tilfelli Skúla að halda eftir ólögmætum ávinningi eftir fjárdráttinn. Í upphafi skýrslu Skúla kom fram að strax þegar Kaupþing Lúxemborg var komið á fót hefði hann flutt viðskipti sín þangað. Magnús Guðmundsson sá um hans viðskipti til ársins 2005 minnti hann er Þórður Emil Ólafsson var settur yfir þau. Marple málið snýst í grófum dráttum um milljarða lánveitingar sem Kaupþing á Íslandi veitti dótturfyrirtæki sínu í Lúxembourg. Þaðan fóru peningarnir áfram til Marple sem sagt var í eigu Skúla.Man ekki eftir að hafa undirritað neina pappíra tengda fyrirtækinu „Ég hafði enga vitneskju um þetta Marple félag fyrir hrun. Ég frétti fyrst af því eftir fall bankanna. Þetta var aldrei upp á borði hjá mér og ég man ekki eftir því að hafa undirritað neina pappíra tengda fyrirtækinu,“ sagði Skúli. Sækjandi í málinu lagði fram skjöl sem sýna að Skúli hefur undirritað pappíra tengda Marple í júní 2007. Verjanda Skúla hefur verið tíðrætt um að upphaflega hafi Marple verið í eigu tveggja félaga og Skúli hafi í raun aldrei verið eigandi félagsins. Hann hafi aldrei greitt fyrir hlut í því og öll skjöl sem sýni skjólstæðing sinn sem eiganda Marple séu röng. „Ég stóð í þeirri meining að það ætti að stofna félag fyrir mig en ekki að selja mér félag sem aðrir hefðu átt. Ég greiddi aldrei fyrir þetta félag. Það átti að stofna þarna félag fyrir almennar fjárfestingar en ekki neinar sérstakar,“ segir Skúli og sagði að það hefði aldrei staðið til að brúka félagið til neinna fjárfestinga í bréfum tengdum Exista. „Ef þú kaupir gamalt félag þá veistu aldrei hvað er inn í því og tekur þar með áhættu. Það er ekkert framsal til sem sýnir þetta og þetta félag er öðruvísi en mín félög. Í þeim var alltaf hellingur af eigin fé en sú er ekki staðan með Marple.“ Skúli segist fyrst hafa fengið vitneskju um Marple í október 2008 í samtali við Magnús. Þá hafi hann fyrst heyrt nafnið og fengið að vita að hann ætti að vera eigandi þess. Hann kannist ekki við félagið eða nein skjöl því tengd.„Er ekki nóg að sjá að ég átti það ekki?“ Er kom að verjendum að spyrja Skúla var byrjað á því að varpa tölvupósti frá Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi, til undirmanns síns upp á skjá. Í skeytinu biður Bjarki um að Marple verði tekið út af lista yfir fyrirtæki sem tengjast Skúla þar sem honum skiljist að Skúli hafi ekkert með það að gera. „Þarna er yfirmaður lánadeildar Kaupþings að segja að þetta félag tilheyri mér ekki. Hvaðan hefur hann þessar upplýsingar? Það er ekki frá mér þannig það hlýtur að vera einhver yfirmaður hans. Mér þykir þetta merkilegt skjal. Er ekki nóg fyrir ykkur að þarna sé sagt að ég sé ekki eigandi Marple?“ spurði Skúli. Einnig upplýsti Skúli um að á sama tíma og Marple átti milljarða hlut í Exista hafi hann verið að skortselja bréf í félaginu gegnum annað félag í sinni eigu, LMB. „Við vorum að veðja á að bréfin í Exista myndu lækka. Af hverju í ósköpunum ætti ég að vera að veðja á að bréfin lækki ef ég milljarða hlut annars staðar? Það bara gengur einfaldlega ekki upp að ég sé að gera það ef ég á hagsmuna að gæta í öðru félagi,“ sagði Skúli og hækkaði róminn örlítið. Segir hann að skortsalan hafi hafist í apríl 2008. Aðspurður um misræmi í framburði sínum hjá lögreglu, en þá hafði hann réttarstöðu vitnis en ekki sakbornings, og fyrir dómi varðandi hvort hann vissi um Marple sagði hann að þá hefði hann ekki vitað betur. Hjá lögreglu sagði hann að hann kannaðist við að eiga Marple en fyrir dómi var það ekki svo. Sá munur helgast af því að hann hafi einfaldlega ekki vitað betur á þeim tíma.„Er þetta málflutningur eða vitnaleiðsla?“ Er skýrslutöku yfir Skúla lauk bar Þórður Emil Ólafsson, fyrrum viðskiptastjóri Kaupþings í Lúxembourg, vitni. Í starfi hans fólst að halda utan um samskipti og almenna þjónustu við viðskiptavini bankans. Þórður sagði að hann hefði haft aðgang að reikningum Marple en haft litla vitneskju um félagið eða hvað það gerði. Magnús Guðmundsson hafi séð að mestu um félagið þó Þórður hafi verið skráður viðskiptastjóri þess. Hann hafi ekki vitað annað um eignarhald félagsins en það sem magnús hafði tjáð honum. Á tímapunkti fór Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, yfir fjölda skjala sem tengjast málinu og rakti það sem stóð á þeim. Sigurði G. Guðjónssyni, verjanda Guðnýar Örnu Sveinsdóttur, leiddist þófið eitthvað og spurði hvað væri eiginlega í gangi. „Hvort er þetta málflutningur eða vitnaleiðsla núna? Hvað er eiginlega að fara fram?“ spurði hann. Arnþrúður svaraði því til að þetta væri inngangur að spurningu hennar. Svör Þórðar voru flest á þá leið að hann kannaðist ekki við viðskipti Marple. Hann hafði haldið að Skúli hefði samþykkt kaup á Exista en að öðru leiti kannaðist hann illa við einstaka þætti málsins en mundi þó eftir því að hafa stundað skortsölu á bréfum í Exista með félagi Skúla, LMB. Marple og meðferð þess hafi algerlega verið á herðum Magnúsar. „Það fer alfarið eftir því hvernig þú vinnur með þín bréf og eigur,“ svaraði Þórður aðspurður um hvort það samræmdist að stunda skortsölu á bréfum í félagi þrátt fyrir að eiga hlut í því annars staðar. Vitnaleiðslur halda áfram eftir hádegi. Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Í gær voru skýrslur teknar af Guðný Örnu Sveinsdóttur, Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Þau eru sökuð ýmist um fjárdrátt, hlutdeild í frjárdrætti, hylmingu og í tilfelli Skúla að halda eftir ólögmætum ávinningi eftir fjárdráttinn. Í upphafi skýrslu Skúla kom fram að strax þegar Kaupþing Lúxemborg var komið á fót hefði hann flutt viðskipti sín þangað. Magnús Guðmundsson sá um hans viðskipti til ársins 2005 minnti hann er Þórður Emil Ólafsson var settur yfir þau. Marple málið snýst í grófum dráttum um milljarða lánveitingar sem Kaupþing á Íslandi veitti dótturfyrirtæki sínu í Lúxembourg. Þaðan fóru peningarnir áfram til Marple sem sagt var í eigu Skúla.Man ekki eftir að hafa undirritað neina pappíra tengda fyrirtækinu „Ég hafði enga vitneskju um þetta Marple félag fyrir hrun. Ég frétti fyrst af því eftir fall bankanna. Þetta var aldrei upp á borði hjá mér og ég man ekki eftir því að hafa undirritað neina pappíra tengda fyrirtækinu,“ sagði Skúli. Sækjandi í málinu lagði fram skjöl sem sýna að Skúli hefur undirritað pappíra tengda Marple í júní 2007. Verjanda Skúla hefur verið tíðrætt um að upphaflega hafi Marple verið í eigu tveggja félaga og Skúli hafi í raun aldrei verið eigandi félagsins. Hann hafi aldrei greitt fyrir hlut í því og öll skjöl sem sýni skjólstæðing sinn sem eiganda Marple séu röng. „Ég stóð í þeirri meining að það ætti að stofna félag fyrir mig en ekki að selja mér félag sem aðrir hefðu átt. Ég greiddi aldrei fyrir þetta félag. Það átti að stofna þarna félag fyrir almennar fjárfestingar en ekki neinar sérstakar,“ segir Skúli og sagði að það hefði aldrei staðið til að brúka félagið til neinna fjárfestinga í bréfum tengdum Exista. „Ef þú kaupir gamalt félag þá veistu aldrei hvað er inn í því og tekur þar með áhættu. Það er ekkert framsal til sem sýnir þetta og þetta félag er öðruvísi en mín félög. Í þeim var alltaf hellingur af eigin fé en sú er ekki staðan með Marple.“ Skúli segist fyrst hafa fengið vitneskju um Marple í október 2008 í samtali við Magnús. Þá hafi hann fyrst heyrt nafnið og fengið að vita að hann ætti að vera eigandi þess. Hann kannist ekki við félagið eða nein skjöl því tengd.„Er ekki nóg að sjá að ég átti það ekki?“ Er kom að verjendum að spyrja Skúla var byrjað á því að varpa tölvupósti frá Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi, til undirmanns síns upp á skjá. Í skeytinu biður Bjarki um að Marple verði tekið út af lista yfir fyrirtæki sem tengjast Skúla þar sem honum skiljist að Skúli hafi ekkert með það að gera. „Þarna er yfirmaður lánadeildar Kaupþings að segja að þetta félag tilheyri mér ekki. Hvaðan hefur hann þessar upplýsingar? Það er ekki frá mér þannig það hlýtur að vera einhver yfirmaður hans. Mér þykir þetta merkilegt skjal. Er ekki nóg fyrir ykkur að þarna sé sagt að ég sé ekki eigandi Marple?“ spurði Skúli. Einnig upplýsti Skúli um að á sama tíma og Marple átti milljarða hlut í Exista hafi hann verið að skortselja bréf í félaginu gegnum annað félag í sinni eigu, LMB. „Við vorum að veðja á að bréfin í Exista myndu lækka. Af hverju í ósköpunum ætti ég að vera að veðja á að bréfin lækki ef ég milljarða hlut annars staðar? Það bara gengur einfaldlega ekki upp að ég sé að gera það ef ég á hagsmuna að gæta í öðru félagi,“ sagði Skúli og hækkaði róminn örlítið. Segir hann að skortsalan hafi hafist í apríl 2008. Aðspurður um misræmi í framburði sínum hjá lögreglu, en þá hafði hann réttarstöðu vitnis en ekki sakbornings, og fyrir dómi varðandi hvort hann vissi um Marple sagði hann að þá hefði hann ekki vitað betur. Hjá lögreglu sagði hann að hann kannaðist við að eiga Marple en fyrir dómi var það ekki svo. Sá munur helgast af því að hann hafi einfaldlega ekki vitað betur á þeim tíma.„Er þetta málflutningur eða vitnaleiðsla?“ Er skýrslutöku yfir Skúla lauk bar Þórður Emil Ólafsson, fyrrum viðskiptastjóri Kaupþings í Lúxembourg, vitni. Í starfi hans fólst að halda utan um samskipti og almenna þjónustu við viðskiptavini bankans. Þórður sagði að hann hefði haft aðgang að reikningum Marple en haft litla vitneskju um félagið eða hvað það gerði. Magnús Guðmundsson hafi séð að mestu um félagið þó Þórður hafi verið skráður viðskiptastjóri þess. Hann hafi ekki vitað annað um eignarhald félagsins en það sem magnús hafði tjáð honum. Á tímapunkti fór Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, yfir fjölda skjala sem tengjast málinu og rakti það sem stóð á þeim. Sigurði G. Guðjónssyni, verjanda Guðnýar Örnu Sveinsdóttur, leiddist þófið eitthvað og spurði hvað væri eiginlega í gangi. „Hvort er þetta málflutningur eða vitnaleiðsla núna? Hvað er eiginlega að fara fram?“ spurði hann. Arnþrúður svaraði því til að þetta væri inngangur að spurningu hennar. Svör Þórðar voru flest á þá leið að hann kannaðist ekki við viðskipti Marple. Hann hafði haldið að Skúli hefði samþykkt kaup á Exista en að öðru leiti kannaðist hann illa við einstaka þætti málsins en mundi þó eftir því að hafa stundað skortsölu á bréfum í Exista með félagi Skúla, LMB. Marple og meðferð þess hafi algerlega verið á herðum Magnúsar. „Það fer alfarið eftir því hvernig þú vinnur með þín bréf og eigur,“ svaraði Þórður aðspurður um hvort það samræmdist að stunda skortsölu á bréfum í félagi þrátt fyrir að eiga hlut í því annars staðar. Vitnaleiðslur halda áfram eftir hádegi.
Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06