Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2016 er lagt til að framlög vegna hælisleitenda verði hækkuð í 475,9 milljónir. Í prósentum samsvarar hækkunin frá fjárlagafrumvarpi 2015 66.5%.
Móttaka hælisleitanda hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar mikils fjölda flóttamanna sem streyma frá átakasvæðum í mið-Austurlöndum til Evrópu um þessar mundir. Í síðasta fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir að 285,8 milljónir rynnu til þessa málaflokks en í reynd runnu 463,6 milljónir til málefna hælisleitenda. Gert er ráð fyrir að að 175 milljónir fari í að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda á næsta ári.
Gert er ráð fyrir því að fjárframlög til Útlendingastofnunar lækki um 10,7 milljónir eða um 4%. Tímabundið framlag vegna átaks í úrvinnslu eldri mála hælisleitanda fellur niður. Gert er ráð fyrir því að Þróunarsamvinnustofnun Íslands fái 249,6 milljónir vegna mannúðarmála og neyðaraðstoð sem er aukning um 17,3 milljónir.
Aukið framlag til hælisleitenda

Tengdar fréttir

Tekjuskattur einstaklinga lækkar
Skattþrepum mun fækka úr þremur í tvö á næsta ári.

Fjárlagafrumvarpið: 260 milljónir í forsetann
Það jafngildir 13,5 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs.

Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar
Lagt er til í fjárlagafrumvarpinu að sóknargjöld verði hækkuð um níu prósent.

Framlag til HÍ hækkar um milljarð milli ára
Framlag til HR hækkar um rúmar 220 milljónir milli ára.

Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu.