Stór mál á síðustu stundu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:30 Mynd/GVA Ríkisstjórnin fundaði í tvígang í gær og fjögur stór og umdeild mál voru afgreidd. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu einnig á milli ríkisstjórnarfunda og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að fundað verði aftur klukkan þrjú í dag. Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um veiðigjöld og sérfrumvarp um veiðigjald á makríl. Í fyrrnefnda frumvarpinu er sagt fyrir um hvernig fyrirkomulag veiðanna verður, með aflahlutdeildarsetningu. Í makrílfrumvarpinu er lagt til viðbótarveiðigjald að fjárhæð 10 krónur á kíló. Tillögur félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög voru lagðar fyrir ríkisstjórnina. Búast má við löngum þingfundum um öll málin en þingmenn eru nú þegar komnir í páskafrí og aðeins 22 þingfundir á dagskrá áður en sumarfrí skella á. Eygló Harðardóttir hefur þar að auki boðað tvö frumvörp til viðbótar um breytingu á húsnæðisbótum og stofnstyrki. Þau eru enn í kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Ef ekki næst að leggja þau fyrir ríkisstjórnina í dag þarf að leggja þau fram með afbrigðum og hefur Eygló lagt mikla áherslu á að öll frumvörp hennar verði kláruð á yfirstandandi þingi, ella verði haldið sumarþing. „Ef um er að ræða einhverja grundvallarbreytingu á húsnæðiskerfinu þá kallar það á mikla vinnu og það eru ekki margir dagar eftir. Ég legg áherslu á að það sé vandað til verka þótt það sé vissulega ánægjulegt að frumvörpin séu loksins komin fram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í tvígang í gær og fjögur stór og umdeild mál voru afgreidd. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu einnig á milli ríkisstjórnarfunda og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að fundað verði aftur klukkan þrjú í dag. Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um veiðigjöld og sérfrumvarp um veiðigjald á makríl. Í fyrrnefnda frumvarpinu er sagt fyrir um hvernig fyrirkomulag veiðanna verður, með aflahlutdeildarsetningu. Í makrílfrumvarpinu er lagt til viðbótarveiðigjald að fjárhæð 10 krónur á kíló. Tillögur félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög voru lagðar fyrir ríkisstjórnina. Búast má við löngum þingfundum um öll málin en þingmenn eru nú þegar komnir í páskafrí og aðeins 22 þingfundir á dagskrá áður en sumarfrí skella á. Eygló Harðardóttir hefur þar að auki boðað tvö frumvörp til viðbótar um breytingu á húsnæðisbótum og stofnstyrki. Þau eru enn í kostnaðarmati í fjármálaráðuneytinu. Ef ekki næst að leggja þau fyrir ríkisstjórnina í dag þarf að leggja þau fram með afbrigðum og hefur Eygló lagt mikla áherslu á að öll frumvörp hennar verði kláruð á yfirstandandi þingi, ella verði haldið sumarþing. „Ef um er að ræða einhverja grundvallarbreytingu á húsnæðiskerfinu þá kallar það á mikla vinnu og það eru ekki margir dagar eftir. Ég legg áherslu á að það sé vandað til verka þótt það sé vissulega ánægjulegt að frumvörpin séu loksins komin fram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira