Lífið

Vonarstræti hlaut flest verðlaun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann eru leikarar ársins og Baldvin Z fékk verðlaun fyrir leikstjórn og handrit ársins.
Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann eru leikarar ársins og Baldvin Z fékk verðlaun fyrir leikstjórn og handrit ársins. vísir/andri marinó
Kvikmyndin Vonarstræti kom sá og sigraði á Edduhátíðinni sem fram fór í kvöld. Hún var valin kvikmynd ársins og hlaut alls tólf verðlaun. Veitt voru verðlaun í 25 flokkum.

Baldvin Z leikstjóri hlaut verðlaun fyrir leikstjórn ársins. Einnig hlaut hann, ásamt Birgi Erni Steinarssyni, verðlaun fyrir handrit ársins. Þá var Þorsteinn Bachmann valinn leikari ársins í aðalhlutverki og Hera Hilmarsdóttir leikkona ársins. Kristín Júlla Kristjánsdóttir fékk verðlaun fyrir gervi ársins og Gunnar Pálsson fyrir gervi ársins. Þeir Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson fengu verðlaun fyrir hljóð ársins.

Jóhann Máni Jóhannsson hlaut ferðlaun fyrir kvikmyndatöku ársins og Sigurbjörg Jónsdóttir fyrir klippingu ársins.

Vonarstræti fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan hátt.

Handritið skrifuðu þeir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z, sem leikstýrir einnig myndinni. Framleiðendur eru þeir Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni hjá Kvikmyndafélagi Íslands.

Hér má sjá lista yfir vinningshafana:

Heimildarmynd ársins:
 Höggið

Stuttmynd ársins: Hjónabandssæla



Menningarþáttur ársins:
 Vesturfarar

Lífstílsþáttur ársins: Hæpið

Skemmtiþáttur ársins: Orðbragð

Leikstjórn ársins: Baldvin Z – Vonarstræti

Handrit ársins: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti

Leikari ársins í aukahlutverki: Helgi Björnsson – París norðursins

Leikkona ársins í aukahlutverki: Nanna Kristín Magnúsdóttir

Barna- og unglingaefni ársins: Ævar vísindamaður

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Landinn

Sjónvarpsmaður ársins: Brynja Þorgeirsdóttir

Leikari ársins í aðalhlutverki: Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti 

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Hera Hilmarsdóttir - Vonarstræti 

Gervi ársins: Kristín Júlla Kristjánsdóttir - Vonarstræti

Leikmynd ársins: Gunnar Pálsson – Vonarstræti



Búningar ársins:
 Margrét Einarsdóttir - Vonarstræti

Tónlist ársins: Ólafur Arnalds - Vonarstræti

Hljóð ársins: Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson – Vonarstræti 

Leikið sjónvarpsefni ársins: Hraunið

Brellur ársins: Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst

Klipping ársins: Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti

Kvikmyndataka ársins: Jóhann Máni Jóhannsson - Vonarstræti

Kvikmynd ársins: Vonarstræti

Heiðursverðlaun Eddunnar: Ómar Ragnarsson

Myndir frá hátíðinni eru í myndaalbúminu hér fyrir neðan, en þær tók ljósmyndari Vísis, Andri Marinó. 


 

Gleðin við völd.vísir/andri marinó

Tengdar fréttir

Eddan 2015: Edda Björg tekur Borgríki

Leikkonan og kamelljónið Edda Björg Eyjólfsdóttir brá sér í hlutverk Sigurðar Sigurjónssonar í kvikmyndinni Borgríki 2.

Eddan 2015: Edda Björg tekur Helga Björns

"Eru ekki allir sexý?“ sagði leikkonan og kamelljónið Edda Björg Eyjólfsdóttir er hún brá sér í hlutverk Helga Björnssonar í kvikmyndinni París norðursins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.