Davis Love sigraði óvænt á Wyndham - Tiger klúðraði lokahringnum 23. ágúst 2015 23:38 Love með verðlaunagripinn. Getty Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira