Davis Love sigraði óvænt á Wyndham - Tiger klúðraði lokahringnum 23. ágúst 2015 23:38 Love með verðlaunagripinn. Getty Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira