Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. janúar 2015 14:30 Sævar og verjandi hans við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/ernir „Við gerðum samkomulag okkar á milli um að hann fengi húsið vegna skulda. Ég átta mig síðan ekki á því fyrr en 2009 eða 2010, þegar ég er að fara í þrot, að við höfðum aldrei gengið frá sölu á húsinu,“ sagði Sævar Jónsson, kaupmaður og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sævari, fyrir meint skilasvik árið 2010, fór fram í morgun. Sævari er gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010. Húsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu. Félagið sem um ræðir er svissneskt og heitir ii Luxury International AG. Það var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup, sem er ítalskur ríkisborgari af indverskum uppruna. Sævar sagði í dómsal í dag hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. „Ég stóð í skuld við manninn og vildi bara gera upp við hann. Þetta var vinur minn og ég vildi standa í skilum við hann. Þetta var ekki til þess að hlunnfæra einn eða neinn og allt var þetta gert í góðri trú,“ sagði Sævar.„Ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld...“ „Þetta var í raun yfirtaka á húsinu því í Flórída borgarðu risatölur til fasteignasala til að selja fasteign þannig að þetta var gert á núlli. Yfirtaka formsins vegna,“ sagði Sævar. Hann bætti við að það væri það sem skýrði þessa tíu Bandaríkjadali, þeir væru einungis formsins vegna. Skuldin var þó töluvert lægri en kaupverð hússins en Sævar sagði það vexti á skuldinni. Hún hefði verið frá árinu 2001. Sævar greindi ekki frá fasteigninni þegar verið var að taka hann til gjaldþrotaskipta og sagðist hann ekki hafa talið þörf á því þar sem svo langt væri liðið frá því hann afsalaði sér eigninni. „Það var ekkert veð í þessari eign. Ég var að borga skuld og ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld....,“ sagði hann. „Það var engin önnur ætlun en að borga þessum manni og ekkert annað á bakvið það.“ Aðspurður hvort hann hefði haft afnot af fasteigninni á undanförnum árum svaraði hann játandi, hann og Kurup væru félagar og því fengi hann að vera í húsinu þegar hann vildi.Færð til Tortola Eignin var síðar flutt á annað félag í eigu Sævars og Kurup, Ince International, sem skráð er á Tortola, skömmu eftir að lögregla óskaði gagna um fasteignina. Þeir stofnuðu félagið árið 2007 og var Sævar skráður stjórnarformaður frá 18. júlí 2007 til 12. janúar 2014. Sævar sagðist þó ekki hafa áttað sig á því að hann hefði verið skráður stjórnarformaður félagsins. Félagið væri eins konar skúffufélag sem hann hefði aldrei haft afskipti af. „Það var enginn rekstur í félaginu og ég hélt ég væri kominn út úr því. Það láðist bara að koma mér úr því. Það meikar ekki mikinn sens að færa eignina yfir á þetta félag ef ég veit að ég er skráður inn í það.“ Kurup, sem bar vitni símleiðis frá Ítalíu, fullyrti að Ince væri alfarið í sinni eigu. „Ég vil árétta að það var ég sem sá um stofnun þessa félags og að það er alfarið í minni eigu. Þetta félag er ekki virkt félag og hefur ekki verið notað nema þegar ég lokaði ii Luxury og færði eignir yfir,“ sagði Kurup. „Samkvæmt lögum í Sviss þá verður að vera svissneskur ríkisborgari í félaginu, annað hvort sem framkvæmdastjóri eða stjórnarformaður. Sjálfur er ég Kurub ekki svissneskur ríkisborgari heldur ítalskur ríkisborgari. Þannig að ég naut aðstoðar Sævars við stofnun félagsins í Sviss sem hefur aðsetur þar. Í stjórn félagsins, sátu eftirfarandi, ég, Sævar og vinur hans, Mr. Heinz. Hann var framkvæmdastjóri því við þurftum Svisslending til að gegna þeirri stöðu,“bætti hann við. Pillar Securitisation gerir þá kröfu í málinu að Sævar verði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 57 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar sjö milljónir króna, ásamt því að greiða félaginu skaðabætur upp á rúmar 7,3 milljónir króna. Pillar Securitisation er þrotabú Kaupþings í Lúxemborg. Sævar er oftast kenndur við verslunina skartgripaverslunina Leonard sem hann stofnaði árið 1991. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var verslunin tekin til gjaldþrotaskipta árið 2010 og námu skuldir félagsins 312 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær kröfur. Tengdar fréttir Gjaldþrota en opnar verslun Sævar Jónsson stendur að nýrri lúxusvöruverslun á Laugaveginum. 11. júní 2014 12:40 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Við gerðum samkomulag okkar á milli um að hann fengi húsið vegna skulda. Ég átta mig síðan ekki á því fyrr en 2009 eða 2010, þegar ég er að fara í þrot, að við höfðum aldrei gengið frá sölu á húsinu,“ sagði Sævar Jónsson, kaupmaður og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sævari, fyrir meint skilasvik árið 2010, fór fram í morgun. Sævari er gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010. Húsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu. Félagið sem um ræðir er svissneskt og heitir ii Luxury International AG. Það var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup, sem er ítalskur ríkisborgari af indverskum uppruna. Sævar sagði í dómsal í dag hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. „Ég stóð í skuld við manninn og vildi bara gera upp við hann. Þetta var vinur minn og ég vildi standa í skilum við hann. Þetta var ekki til þess að hlunnfæra einn eða neinn og allt var þetta gert í góðri trú,“ sagði Sævar.„Ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld...“ „Þetta var í raun yfirtaka á húsinu því í Flórída borgarðu risatölur til fasteignasala til að selja fasteign þannig að þetta var gert á núlli. Yfirtaka formsins vegna,“ sagði Sævar. Hann bætti við að það væri það sem skýrði þessa tíu Bandaríkjadali, þeir væru einungis formsins vegna. Skuldin var þó töluvert lægri en kaupverð hússins en Sævar sagði það vexti á skuldinni. Hún hefði verið frá árinu 2001. Sævar greindi ekki frá fasteigninni þegar verið var að taka hann til gjaldþrotaskipta og sagðist hann ekki hafa talið þörf á því þar sem svo langt væri liðið frá því hann afsalaði sér eigninni. „Það var ekkert veð í þessari eign. Ég var að borga skuld og ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld....,“ sagði hann. „Það var engin önnur ætlun en að borga þessum manni og ekkert annað á bakvið það.“ Aðspurður hvort hann hefði haft afnot af fasteigninni á undanförnum árum svaraði hann játandi, hann og Kurup væru félagar og því fengi hann að vera í húsinu þegar hann vildi.Færð til Tortola Eignin var síðar flutt á annað félag í eigu Sævars og Kurup, Ince International, sem skráð er á Tortola, skömmu eftir að lögregla óskaði gagna um fasteignina. Þeir stofnuðu félagið árið 2007 og var Sævar skráður stjórnarformaður frá 18. júlí 2007 til 12. janúar 2014. Sævar sagðist þó ekki hafa áttað sig á því að hann hefði verið skráður stjórnarformaður félagsins. Félagið væri eins konar skúffufélag sem hann hefði aldrei haft afskipti af. „Það var enginn rekstur í félaginu og ég hélt ég væri kominn út úr því. Það láðist bara að koma mér úr því. Það meikar ekki mikinn sens að færa eignina yfir á þetta félag ef ég veit að ég er skráður inn í það.“ Kurup, sem bar vitni símleiðis frá Ítalíu, fullyrti að Ince væri alfarið í sinni eigu. „Ég vil árétta að það var ég sem sá um stofnun þessa félags og að það er alfarið í minni eigu. Þetta félag er ekki virkt félag og hefur ekki verið notað nema þegar ég lokaði ii Luxury og færði eignir yfir,“ sagði Kurup. „Samkvæmt lögum í Sviss þá verður að vera svissneskur ríkisborgari í félaginu, annað hvort sem framkvæmdastjóri eða stjórnarformaður. Sjálfur er ég Kurub ekki svissneskur ríkisborgari heldur ítalskur ríkisborgari. Þannig að ég naut aðstoðar Sævars við stofnun félagsins í Sviss sem hefur aðsetur þar. Í stjórn félagsins, sátu eftirfarandi, ég, Sævar og vinur hans, Mr. Heinz. Hann var framkvæmdastjóri því við þurftum Svisslending til að gegna þeirri stöðu,“bætti hann við. Pillar Securitisation gerir þá kröfu í málinu að Sævar verði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 57 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar sjö milljónir króna, ásamt því að greiða félaginu skaðabætur upp á rúmar 7,3 milljónir króna. Pillar Securitisation er þrotabú Kaupþings í Lúxemborg. Sævar er oftast kenndur við verslunina skartgripaverslunina Leonard sem hann stofnaði árið 1991. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var verslunin tekin til gjaldþrotaskipta árið 2010 og námu skuldir félagsins 312 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær kröfur.
Tengdar fréttir Gjaldþrota en opnar verslun Sævar Jónsson stendur að nýrri lúxusvöruverslun á Laugaveginum. 11. júní 2014 12:40 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Gjaldþrota en opnar verslun Sævar Jónsson stendur að nýrri lúxusvöruverslun á Laugaveginum. 11. júní 2014 12:40