Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 09:30 Tryggvi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. vísir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Boðað var til fundar klukkan hálf tíu í morgun í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem rætt var hvernig nefndin muni bregðast við frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Hanna Birna lét mér í té 8. janúar bréf þar sem kom í raun og veru fram breytt afstaða til málsins. Þar var fallist á að atvikum málsins hefði í meginatriðum verið rétt lýst af lögreglustjóra. Það er líka tekið fram og fallist á að þessi samskipti Hönnu Birnu við Stefán hafi ekki öllu verið réttmæt,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis á fundinum í dag. Fram kom á fundinum að Hanna Birna hafi í framhaldinu beðið Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, afsökunar á þessum samskiptum og því sem þar fór fram.Sjá einnig: Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Hann Birna fellst á það að þær skýringar sem veittar voru í upphafi hafi ekki að öllu leyti verið fullnægjandi „Óásættanlegt er ef stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir og því algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef ekki fengust réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi. „Ég áttaði mig á því strax að þarna hefðu átt sér samskipti sem voru alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður alþingis hefur. Mikilvægt er í nútímaréttarríki að þessa sé gætt.“ „Ef sú afstaða ráðherra til málsatvika sem lýst er í bréfi 8. janúar hefði legið fyrir fyrr og þá sérstaklega þegar ég spurði um málið fyrst, þá hefði málið legið fyrir með öðrum hætti. Við eigum að geta treyst því að svona samskipti fari ekki fram.“Álit Tryggva í heild sinni.Hér að neðan má lesa niðurstöðukaflann í áliti umboðsmanns Alþingis:Við lok athugunar minnar á þessu máli liggur fyrir að fyrrverandi innanríkisráðherra hefur í bréfi lýst því yfir að það hafi verið mistök að eiga samskipti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna lögreglurannsóknar sem beindist að innanríkisráðuneytinu og starfsmönnum þess. Þá er ekki lengur ágreiningur um að efni samskiptanna hafi í megindráttum verið rétt lýst í frásögn lögreglustjórans sem fram kemur í álitinu eða að lögreglustjórinn hafi farið með stjórn rannsóknarinnar. Jafnframt er það afstaða fyrrverandi ráðherra að það hafi ekki verið „fyllilega“ samrýmanlegt stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglumála að eiga umrædd samskipti og þau hafi ekki samrýmst „nægilega“ hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins. Fram kemur að ráðherra sé einnig ljóst að samskiptin voru ekki að öllu leyti réttmæt af henni gagnvart lögreglustjóranum og hefur hún beðið hann afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu sinni í þeim.Frá fundinum.vísir/gvaAð framan hef ég lýst því áliti mínu að fyrrverandi innanríkisráðherra hafi sett fram við lögreglustjórann athugasemdir og gagnrýni á rannsókn sakamáls sem voru verulega umfram það sem gat samrýmst því að um væri að ræða efnislegar fyrirspurnir til að greiða fyrir rannsókn málsins eða meðferð gagna frá ráðuneytinu. Af efni samskiptanna, samkvæmt lýsingu lögreglustjóra, tel ég ljóst að þau hafi falið í sér ítrekaða gagnrýni og beinar athugasemdir ráðherra við það hvernig embætti lögreglustjórans stóð að rannsókninni, vinnubrögð lögreglunnar og einstakar rannsóknarathafnir. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða harða gagnrýni ráðherra á ákvarðanir og störf lögreglunnar í þessu máli. Í samræmi við framangreint er það niðurstaða mín að efni samskipta innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki samrýmst þeim reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar. Samskiptin voru því ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Þá tel ég að tengsl ráðherra og hagsmunir af framvindu rannsóknar sakamálsins hafi verið slíkir að samskiptin, miðað við efni þeirra, hafi farið í bága við hina óskráðu meginreglu um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni. Í samræmi við framangreindar niðurstöður get ég ekki fallist á að það sem kemur fram í bréfi fyrrverandi innanríkisráðherra til mín, dags. 8. janúar 2015, um að orðin „fyllilega“ og „nægilega“ eigi hér við. Þeim reglum sem um ræðir var einfaldlega ekki fylgt.Það er einnig afstaða mín að í ákveðnum tilvikum hafi þess ekki verið nægjanlega gætt af ráðherra að virða þá stöðu sem lögreglustjórinn var í og þau viðmið um háttsemi sem ráðherra ber að fylgja í samskiptum við forstöðumann undirstofnunar. Ráðherra hefur beðist afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu sinni í þeim.Þá er það niðurstaða mín að samskipti aðstoðarmanna ráðherra, sem höfðu á þeim tíma réttarstöðu sakbornings, við lögreglustjórann þar sem þeir óskuðu eftir að hann brygðist við tiltekinni frétt hafi ekki verið í samræmi við hina óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins.Ég tel að það geti hvorki samrýmst sjónarmiðum um gagnsæja stjórnsýslu né lagareglum sem eftirlit umboðsmanns Alþingis byggist á að ráðherra eða lögmaður á hans vegum hafi beint samband við þann opinbera starfsmann sem veitt hefur umboðsmanni upplýsingar og krefji hann skýringar á því sem hann hefur greint umboðsmanni frá. Eftir að umboðsmaður hefur tekið mál til skoðunar eiga samskiptin að fara fram milli umboðsmanns og stjórnvaldsins. Ég vænti þess að umfjöllun mín verði stjórnvöldum almennt í framtíðinni tilefni til að gæta að þessum atriðum í störfum sínum.Á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hef aflað hefur innanríkisráðherra ekki sýnt fram á að hann hafi fylgt 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, þar sem kveðið er á um skyldu ráðherra til að leita sér ráðgjafar. Ég beini þeim tilmælum til þess ráðherra sem nú fer með innanríkisráðuneytið að gætt verði að þessu atriði í starfi ráðuneytisins framvegis.Ég hef enn fremur með bréfi, dags. í dag, sjá fylgiskjal nr. 12, komið tilteknum ábendingum á framfæri við forsætisráðherra um framkvæmd og grundvöll siðareglna fyrir ráðherra, reglur um skráningu formlegra samskipta og funda og hlutverk og stöðu aðstoðarmanna ráðherra. Þær lúta einkum að því að þörf sé á að kanna betur almenna framkvæmd þessara reglna og eftir atvikum hvort þær megi gera skýrari.Með vísan til þess eftirlitshlutverks sem umboðsmanni Alþingis er falið með stjórnsýslunni legg ég ríka áherslu á að afskipti ráðherra sem fór með yfirstjórn lögreglunnar af lögreglurannsókn sakamáls, sem tengdist honum sjálfum á tiltekinn hátt og sú framganga sem lögreglustjórinn lýsir, eru ekki aðeins andstæð þeim reglum sem fjallað er um í álitinu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rannsaka sakamál óhægt um vik að rækja það starf sitt í samræmi við gildandi reglur. Þær reglur miða að því að með sakamálarannsókn sé hið sanna og rétta leitt í ljós og m.a. lagður grundvöllur að ákvörðun handhafa ákæruvalds um saksókn, sbr. 53. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Þá eru slík afskipti almennt til þess fallin að skapa tortryggni um aðkomu ráðherra að lögreglurannsóknum, óháð því hvort það hafi orðið reyndin í þessu tiltekna máli.Í ljósi svara ráðherra til mín vegna athugunar minnar á þessu máli tel ég tilefni til að minna á að réttar upplýsingar um málsatvik eru í senn forsenda þess að umboðsmaður geti lagt mat á lögmæti ákvarðana og athafna stjórnvalds miðað við raunveruleg málsatvik og veitt Alþingi réttar upplýsingar um starfshætti stjórnvalda. Að sama skapi er slíkt grundvöllur fyrir því að starf umboðsmanns og niðurstöður hans geti orðið þáttur í þinglegu eftirliti Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Með bréfi sínu til mín 8. janúar 2015 hefur fyrrverandi ráðherra þó bætt úr þeim annmarka sem ég tel vera á fyrri svörum hans. Ég tek að síðustu fram að mál þetta hefði verið mun einfaldara í sniðum og ekki tekið þann tíma sem raunin varð, ef sú afstaða ráðherra, þar með talið til málsatvika, sem kemur fram í bréfinu frá 8. janúar 2015 hefði komið fyrr fram og þá sérstaklega þegar ég spurðist fyrir um málið í fyrstu. Ég beini þeim tilmælum til þess ráðherra sem nú fer með innanríkisráðuneytið að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem eru rakin í álitinu um upplýsingagjöf til umboðsmanns. Þá vænti ég þess að stjórnvöld gæti almennt að þessum sjónarmiðum í framtíðarstörfum sínum. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna bað um og fékk frest hjá umboðsmanni Hefur til 8. janúar til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. 11. desember 2014 09:37 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Þingnefnd ræðir niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns Búist er við niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu og Stefáns Eiríkssonar í fyrramálið. 22. janúar 2015 23:45 Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. 8. janúar 2015 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Boðað var til fundar klukkan hálf tíu í morgun í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem rætt var hvernig nefndin muni bregðast við frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Hanna Birna lét mér í té 8. janúar bréf þar sem kom í raun og veru fram breytt afstaða til málsins. Þar var fallist á að atvikum málsins hefði í meginatriðum verið rétt lýst af lögreglustjóra. Það er líka tekið fram og fallist á að þessi samskipti Hönnu Birnu við Stefán hafi ekki öllu verið réttmæt,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis á fundinum í dag. Fram kom á fundinum að Hanna Birna hafi í framhaldinu beðið Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, afsökunar á þessum samskiptum og því sem þar fór fram.Sjá einnig: Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Hann Birna fellst á það að þær skýringar sem veittar voru í upphafi hafi ekki að öllu leyti verið fullnægjandi „Óásættanlegt er ef stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir og því algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef ekki fengust réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi. „Ég áttaði mig á því strax að þarna hefðu átt sér samskipti sem voru alvarleg út frá því eftirlitshlutverki sem umboðsmaður alþingis hefur. Mikilvægt er í nútímaréttarríki að þessa sé gætt.“ „Ef sú afstaða ráðherra til málsatvika sem lýst er í bréfi 8. janúar hefði legið fyrir fyrr og þá sérstaklega þegar ég spurði um málið fyrst, þá hefði málið legið fyrir með öðrum hætti. Við eigum að geta treyst því að svona samskipti fari ekki fram.“Álit Tryggva í heild sinni.Hér að neðan má lesa niðurstöðukaflann í áliti umboðsmanns Alþingis:Við lok athugunar minnar á þessu máli liggur fyrir að fyrrverandi innanríkisráðherra hefur í bréfi lýst því yfir að það hafi verið mistök að eiga samskipti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna lögreglurannsóknar sem beindist að innanríkisráðuneytinu og starfsmönnum þess. Þá er ekki lengur ágreiningur um að efni samskiptanna hafi í megindráttum verið rétt lýst í frásögn lögreglustjórans sem fram kemur í álitinu eða að lögreglustjórinn hafi farið með stjórn rannsóknarinnar. Jafnframt er það afstaða fyrrverandi ráðherra að það hafi ekki verið „fyllilega“ samrýmanlegt stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglumála að eiga umrædd samskipti og þau hafi ekki samrýmst „nægilega“ hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins. Fram kemur að ráðherra sé einnig ljóst að samskiptin voru ekki að öllu leyti réttmæt af henni gagnvart lögreglustjóranum og hefur hún beðið hann afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu sinni í þeim.Frá fundinum.vísir/gvaAð framan hef ég lýst því áliti mínu að fyrrverandi innanríkisráðherra hafi sett fram við lögreglustjórann athugasemdir og gagnrýni á rannsókn sakamáls sem voru verulega umfram það sem gat samrýmst því að um væri að ræða efnislegar fyrirspurnir til að greiða fyrir rannsókn málsins eða meðferð gagna frá ráðuneytinu. Af efni samskiptanna, samkvæmt lýsingu lögreglustjóra, tel ég ljóst að þau hafi falið í sér ítrekaða gagnrýni og beinar athugasemdir ráðherra við það hvernig embætti lögreglustjórans stóð að rannsókninni, vinnubrögð lögreglunnar og einstakar rannsóknarathafnir. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða harða gagnrýni ráðherra á ákvarðanir og störf lögreglunnar í þessu máli. Í samræmi við framangreint er það niðurstaða mín að efni samskipta innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki samrýmst þeim reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar. Samskiptin voru því ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. Þá tel ég að tengsl ráðherra og hagsmunir af framvindu rannsóknar sakamálsins hafi verið slíkir að samskiptin, miðað við efni þeirra, hafi farið í bága við hina óskráðu meginreglu um sérstakt hæfi í stjórnsýslunni. Í samræmi við framangreindar niðurstöður get ég ekki fallist á að það sem kemur fram í bréfi fyrrverandi innanríkisráðherra til mín, dags. 8. janúar 2015, um að orðin „fyllilega“ og „nægilega“ eigi hér við. Þeim reglum sem um ræðir var einfaldlega ekki fylgt.Það er einnig afstaða mín að í ákveðnum tilvikum hafi þess ekki verið nægjanlega gætt af ráðherra að virða þá stöðu sem lögreglustjórinn var í og þau viðmið um háttsemi sem ráðherra ber að fylgja í samskiptum við forstöðumann undirstofnunar. Ráðherra hefur beðist afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu sinni í þeim.Þá er það niðurstaða mín að samskipti aðstoðarmanna ráðherra, sem höfðu á þeim tíma réttarstöðu sakbornings, við lögreglustjórann þar sem þeir óskuðu eftir að hann brygðist við tiltekinni frétt hafi ekki verið í samræmi við hina óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins.Ég tel að það geti hvorki samrýmst sjónarmiðum um gagnsæja stjórnsýslu né lagareglum sem eftirlit umboðsmanns Alþingis byggist á að ráðherra eða lögmaður á hans vegum hafi beint samband við þann opinbera starfsmann sem veitt hefur umboðsmanni upplýsingar og krefji hann skýringar á því sem hann hefur greint umboðsmanni frá. Eftir að umboðsmaður hefur tekið mál til skoðunar eiga samskiptin að fara fram milli umboðsmanns og stjórnvaldsins. Ég vænti þess að umfjöllun mín verði stjórnvöldum almennt í framtíðinni tilefni til að gæta að þessum atriðum í störfum sínum.Á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hef aflað hefur innanríkisráðherra ekki sýnt fram á að hann hafi fylgt 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, þar sem kveðið er á um skyldu ráðherra til að leita sér ráðgjafar. Ég beini þeim tilmælum til þess ráðherra sem nú fer með innanríkisráðuneytið að gætt verði að þessu atriði í starfi ráðuneytisins framvegis.Ég hef enn fremur með bréfi, dags. í dag, sjá fylgiskjal nr. 12, komið tilteknum ábendingum á framfæri við forsætisráðherra um framkvæmd og grundvöll siðareglna fyrir ráðherra, reglur um skráningu formlegra samskipta og funda og hlutverk og stöðu aðstoðarmanna ráðherra. Þær lúta einkum að því að þörf sé á að kanna betur almenna framkvæmd þessara reglna og eftir atvikum hvort þær megi gera skýrari.Með vísan til þess eftirlitshlutverks sem umboðsmanni Alþingis er falið með stjórnsýslunni legg ég ríka áherslu á að afskipti ráðherra sem fór með yfirstjórn lögreglunnar af lögreglurannsókn sakamáls, sem tengdist honum sjálfum á tiltekinn hátt og sú framganga sem lögreglustjórinn lýsir, eru ekki aðeins andstæð þeim reglum sem fjallað er um í álitinu heldur eru þau einnig til þess fallin að gera þeim sem rannsaka sakamál óhægt um vik að rækja það starf sitt í samræmi við gildandi reglur. Þær reglur miða að því að með sakamálarannsókn sé hið sanna og rétta leitt í ljós og m.a. lagður grundvöllur að ákvörðun handhafa ákæruvalds um saksókn, sbr. 53. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Þá eru slík afskipti almennt til þess fallin að skapa tortryggni um aðkomu ráðherra að lögreglurannsóknum, óháð því hvort það hafi orðið reyndin í þessu tiltekna máli.Í ljósi svara ráðherra til mín vegna athugunar minnar á þessu máli tel ég tilefni til að minna á að réttar upplýsingar um málsatvik eru í senn forsenda þess að umboðsmaður geti lagt mat á lögmæti ákvarðana og athafna stjórnvalds miðað við raunveruleg málsatvik og veitt Alþingi réttar upplýsingar um starfshætti stjórnvalda. Að sama skapi er slíkt grundvöllur fyrir því að starf umboðsmanns og niðurstöður hans geti orðið þáttur í þinglegu eftirliti Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Með bréfi sínu til mín 8. janúar 2015 hefur fyrrverandi ráðherra þó bætt úr þeim annmarka sem ég tel vera á fyrri svörum hans. Ég tek að síðustu fram að mál þetta hefði verið mun einfaldara í sniðum og ekki tekið þann tíma sem raunin varð, ef sú afstaða ráðherra, þar með talið til málsatvika, sem kemur fram í bréfinu frá 8. janúar 2015 hefði komið fyrr fram og þá sérstaklega þegar ég spurðist fyrir um málið í fyrstu. Ég beini þeim tilmælum til þess ráðherra sem nú fer með innanríkisráðuneytið að framvegis verði tekið mið af þeim sjónarmiðum sem eru rakin í álitinu um upplýsingagjöf til umboðsmanns. Þá vænti ég þess að stjórnvöld gæti almennt að þessum sjónarmiðum í framtíðarstörfum sínum.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna bað um og fékk frest hjá umboðsmanni Hefur til 8. janúar til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. 11. desember 2014 09:37 Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47 Þingnefnd ræðir niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns Búist er við niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu og Stefáns Eiríkssonar í fyrramálið. 22. janúar 2015 23:45 Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. 8. janúar 2015 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hanna Birna bað um og fékk frest hjá umboðsmanni Hefur til 8. janúar til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. 11. desember 2014 09:37
Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis Opinn fundur verður hjá nefndinni klukkan 9.30. 23. janúar 2015 08:47
Þingnefnd ræðir niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns Búist er við niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu og Stefáns Eiríkssonar í fyrramálið. 22. janúar 2015 23:45
Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. 8. janúar 2015 19:05