Tannheilsa barna efnaminni er verri viktoría hermannsdóttir skrifar 23. janúar 2015 07:00 Tekjur heimilisins hafa áhrif á það hvernig tannheilsa barna er. Fréttablaðið/Getty Börn sem koma frá tekjulágum heimilum búa við verri tannheilsu en börn sem koma frá tekjuháum heimilum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Bjargar Steinarsdóttur fyrir meistararitgerð hennar í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu íslenskra barna í 1., 7. og 10. bekk við tannheilsu þeirra. Gögn rannsóknarinnar eru frá árinu 2005 og voru niðurstöðurnar unnar út frá þeim. „Niðurstöðurnar sýna að það eru marktæk jákvæð tengsl milli tannheilsu barna og menntunar móður og heimilistekna,“ segir Björg.Björg SteinarsdóttirNiðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir. „Tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu einstaklinga við tannheilsu eru vel þekkt en 65% breytileikans á fækkun tannskemmda í lok síðustu aldar á Vesturlöndum má skýra með félags- og efnahagslegum breytum. Niðurstöðurnar komu því ekki á óvart en það kom á óvart hversu ójöfnuðurinn var mikill sérstaklega hjá börnum í 7. og 10. bekk. Börn háskólamenntaðra mæðra í hæsta tekjuhópi voru að meðaltali með 5,6 fleiri heilar fullorðinstennur en börn mæðra með grunnskólapróf sem lokamenntun í lægsta tekjuhópi,“ segir hún. Björg segist hafa haft áhuga á að skoða að hve miklu leyti þessi tannheilsuójöfnuður er tilkominn vegna tíðni sælgætisneyslu og forvarna. „Þær forvarnarbreytur sem ég skoðaði voru tannhirða og fjöldi skorufyllinga. Í ljós kom að tannheilsuójöfnuðurinn lækkaði aðeins um 10,2-15,7% þegar leiðrétt var fyrir áhrifum forvarna og tíðni sælgætisneyslu.“ Björg segir vert að skoða þessi tengsl betur og finna frekari skýringar á þessum ójöfnuði. Hún bendir á að það þurfi að hafa í huga að rannsóknin sýni ekki fram á orsakasamband heldur tengsl. Á þeim tíma sem gagnanna var aflað var kostnaður við tannlæknaþjónustu barna aðeins greiddur að hluta til af hinu opinbera. Árið 2013 voru gerðar breytingar á endurgreiðslukerfinu og hafa gjaldfrjálsar tannlækningar komið inn í skrefum síðan þá en ekki verða allir aldurshópar komnir inn í það kerfi fyrr en árið 2018. Það kann því að vera að staðan sé breytt í dag að einhverju leyti. „Þessi þróun er jákvæð en þó þarf að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á tannheilsuójöfnuð í löndum sem bjóða upp á gjaldfrjálsa forvarnarmiðaða tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Börn sem koma frá tekjulágum heimilum búa við verri tannheilsu en börn sem koma frá tekjuháum heimilum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Bjargar Steinarsdóttur fyrir meistararitgerð hennar í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu íslenskra barna í 1., 7. og 10. bekk við tannheilsu þeirra. Gögn rannsóknarinnar eru frá árinu 2005 og voru niðurstöðurnar unnar út frá þeim. „Niðurstöðurnar sýna að það eru marktæk jákvæð tengsl milli tannheilsu barna og menntunar móður og heimilistekna,“ segir Björg.Björg SteinarsdóttirNiðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir. „Tengsl félags- og efnahagslegrar stöðu einstaklinga við tannheilsu eru vel þekkt en 65% breytileikans á fækkun tannskemmda í lok síðustu aldar á Vesturlöndum má skýra með félags- og efnahagslegum breytum. Niðurstöðurnar komu því ekki á óvart en það kom á óvart hversu ójöfnuðurinn var mikill sérstaklega hjá börnum í 7. og 10. bekk. Börn háskólamenntaðra mæðra í hæsta tekjuhópi voru að meðaltali með 5,6 fleiri heilar fullorðinstennur en börn mæðra með grunnskólapróf sem lokamenntun í lægsta tekjuhópi,“ segir hún. Björg segist hafa haft áhuga á að skoða að hve miklu leyti þessi tannheilsuójöfnuður er tilkominn vegna tíðni sælgætisneyslu og forvarna. „Þær forvarnarbreytur sem ég skoðaði voru tannhirða og fjöldi skorufyllinga. Í ljós kom að tannheilsuójöfnuðurinn lækkaði aðeins um 10,2-15,7% þegar leiðrétt var fyrir áhrifum forvarna og tíðni sælgætisneyslu.“ Björg segir vert að skoða þessi tengsl betur og finna frekari skýringar á þessum ójöfnuði. Hún bendir á að það þurfi að hafa í huga að rannsóknin sýni ekki fram á orsakasamband heldur tengsl. Á þeim tíma sem gagnanna var aflað var kostnaður við tannlæknaþjónustu barna aðeins greiddur að hluta til af hinu opinbera. Árið 2013 voru gerðar breytingar á endurgreiðslukerfinu og hafa gjaldfrjálsar tannlækningar komið inn í skrefum síðan þá en ekki verða allir aldurshópar komnir inn í það kerfi fyrr en árið 2018. Það kann því að vera að staðan sé breytt í dag að einhverju leyti. „Þessi þróun er jákvæð en þó þarf að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á tannheilsuójöfnuð í löndum sem bjóða upp á gjaldfrjálsa forvarnarmiðaða tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira