J.B. Holmes í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship 5. mars 2015 23:45 J.B. Holmes var í banastuði á fyrsta hring. Getty Hinn högglangi J.B. Holmes var í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship sem hófst í dag en hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann fékk ekki einn einasta skolla á Doral vellinum sem verður að teljast mikið afrek miðað við hversu erfiður hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims. Heilum fjórum höggum á eftir Holmes kemur Ryan Moore á sex höggum undir pari en Alexander Levy, Rickie Fowler og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, hóf leik af krafti og var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar en eftir því sem leið á hringinn gerði hann nokkur mistök. Hann endaði á einu höggi undir pari og er í fínum málum í 14. sæti ásamt sterkum kylfingum á borð við Martin Kaymer, Jim Furyk og Bubba Watson. Besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, var í töluverðum vandræðum á fyrsta hring og var um tíma á fjórum höggum yfir pari en hann bætti stöðu sína undir lokinn og kláraði á 73 höggum eða einu yfir pari. Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn högglangi J.B. Holmes var í sérflokki á fyrsta hring á Cadillac Championship sem hófst í dag en hann lék á 62 höggum eða tíu undir pari. Hann fékk ekki einn einasta skolla á Doral vellinum sem verður að teljast mikið afrek miðað við hversu erfiður hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims. Heilum fjórum höggum á eftir Holmes kemur Ryan Moore á sex höggum undir pari en Alexander Levy, Rickie Fowler og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Patrick Reed, hóf leik af krafti og var á fjórum höggum undir pari eftir fyrstu sex holurnar en eftir því sem leið á hringinn gerði hann nokkur mistök. Hann endaði á einu höggi undir pari og er í fínum málum í 14. sæti ásamt sterkum kylfingum á borð við Martin Kaymer, Jim Furyk og Bubba Watson. Besti kylfingur heims, Rory Mcilroy, var í töluverðum vandræðum á fyrsta hring og var um tíma á fjórum höggum yfir pari en hann bætti stöðu sína undir lokinn og kláraði á 73 höggum eða einu yfir pari.
Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira