Til skoðunar að hækka þjónustugjöld Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. mars 2015 21:05 Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að hækka þjónustugjöld bankans enda hafi stærstur hluti gjaldanna ekki verið hækkaður í sjö ár. Hann segir bankann markvisst hafa selt eignir undanfarið til að greiða meiri arð í ríkissjóð. Þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna eftir skatta, en hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki hafa hækkað stóran hluta sinna gjalda í sjö ár. Hins vegar sé hann starfandi á samkeppnismarkaði. „Við þurfum að skoða það. Það eru engar hækkanir í spilunum núna, en maður getur ekki útilokað að einhverjar hækkanir komi til síðar. Við erum með mun lægri þjónustutekjur heldur en til dæmis hinir stóru bankarnir og við þurfum að skoða þetta og verðleggja okkur rétt á hverjum tíma,“ segir Steinþór. Bankinn mun eftir næsta aðalfund hafa greitt 53,5 milljarða króna í arð til ríkissjóðs á síðustu 18 mánuðum. „Við höfum verið markvisst að selja áhættusamar eignir frá okkur og gera meira að lausafjár hæfum eignum inn í efnahagsreikninga. Allt þetta miðar að því við getum borgað eigandanum, ríkinu, meiri arðgreiðslur og það höfum við verið að gera.“ Forsætisráðherra gagnrýndi nýverið að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósi hagnaðar bankanna þriggja. Gagnrýndi hann Landsbankann sérstaklega þar sem hann var í eigu ríkissjóðs og sagði hann þurfa að draga úr vaxtamun. „Vaxtamunur Landsbankans á seinasta ári var 2,4 prósent. Hann er lægstur allra bankanna. Nettó vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um sex milljarða á milli ára. Þarna erum við sannarlega með mun lægri vaxtarmun heldur en aðrir.“ Tengdar fréttir Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir til skoðunar að hækka þjónustugjöld bankans enda hafi stærstur hluti gjaldanna ekki verið hækkaður í sjö ár. Hann segir bankann markvisst hafa selt eignir undanfarið til að greiða meiri arð í ríkissjóð. Þjónustugjöld stóru bankanna þriggja hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar mikils hagnaðar þeirra á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 29,7 milljörðum króna eftir skatta, en hreinar þjónustutekjur námu 5,8 milljörðum króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann ekki hafa hækkað stóran hluta sinna gjalda í sjö ár. Hins vegar sé hann starfandi á samkeppnismarkaði. „Við þurfum að skoða það. Það eru engar hækkanir í spilunum núna, en maður getur ekki útilokað að einhverjar hækkanir komi til síðar. Við erum með mun lægri þjónustutekjur heldur en til dæmis hinir stóru bankarnir og við þurfum að skoða þetta og verðleggja okkur rétt á hverjum tíma,“ segir Steinþór. Bankinn mun eftir næsta aðalfund hafa greitt 53,5 milljarða króna í arð til ríkissjóðs á síðustu 18 mánuðum. „Við höfum verið markvisst að selja áhættusamar eignir frá okkur og gera meira að lausafjár hæfum eignum inn í efnahagsreikninga. Allt þetta miðar að því við getum borgað eigandanum, ríkinu, meiri arðgreiðslur og það höfum við verið að gera.“ Forsætisráðherra gagnrýndi nýverið að almenningur njóti ekki betri kjara í ljósi hagnaðar bankanna þriggja. Gagnrýndi hann Landsbankann sérstaklega þar sem hann var í eigu ríkissjóðs og sagði hann þurfa að draga úr vaxtamun. „Vaxtamunur Landsbankans á seinasta ári var 2,4 prósent. Hann er lægstur allra bankanna. Nettó vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um sex milljarða á milli ára. Þarna erum við sannarlega með mun lægri vaxtarmun heldur en aðrir.“
Tengdar fréttir Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34 Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36 Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51 Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00 Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tilkynningagjöld bankanna: "Er þetta banki eða glæpafélag?“ Þúsundþjalasmiðurinn Þráinn Bertelsson greiddi reikninga í heimabanka sínum nú um mánaðamótin eins og fjölmargir Íslendingar. 1. mars 2015 22:34
Bankarnir högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum Hagnaður vegna þjónustugjalda jafngilti tæplega 40 prósent af 80 milljarða hagnaði bankanna á síðasta ári. 27. febrúar 2015 13:36
Arion banki hættir við hækkanir Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans. 2. mars 2015 08:51
Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 30 milljarða á þjónustugjöldum á síðasta ári en fyrir hvað rukka þeir? 27. febrúar 2015 16:00
Gagnrýni á ógagnsæi og óhóflega gjaldtöku ekki réttmæt Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir bankann bjóða upp á þrjú hundruð vörur. 28. febrúar 2015 13:56