„Þeir lögðu til Kristin og við höfðum ekki áhuga á fundi með honum“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2015 11:00 Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir samtökin ekki hafa áhuga á fundi um sjávarútvegsmál með Kristni H. Gunnarssyni. Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, segir Pírata ekki hafa einungis viljað frummælendur sem allir eru í grunnatriðum sammála. Vísir/Stefán/ÞórðurSveinsson/GVA Ekkert verður af fyrirhuguðum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS)og Pírata um sjávarútveg vegna þess að Píratar vildu Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmann, meðal frummælenda á fundinum. „Þeir lögðu til Kristin og við höfðum ekki áhuga á fundi með honum, þetta er ekkert flókið,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS, í samtali við Vísi um málið en hún greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook í morgun. „Okkur finnst það bara ólíklegt að það skili einhverju,“ segir Karen. Aðspurð hvers vegna SFS telur að nærvera Kristins á fundinum muni engu skila nefnir hún orðfæri hans sem dæmi. Vísir greindi frá því í febrúar síðastliðnum að SFS sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og hafði verið auglýst. Ástæðan var sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum.Sjá einnig:Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi PírataVildi upplýstari umræðu Píratar fengu því SFS til að bjóða þeim á annan fund og hafði Karen unnið að skipulagningu þess fundar. Hún segist hafa stungið upp á að á fundinum sætu fyrir svörum menn á borð við Tuma Tómasson, doktor í fiskifræði hjá Hafrannsóknastofnun og forstöðumann Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, Huginn Frey Þorsteinsson, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar, Þórodd Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og formann Byggðastofnunar og Daða Má Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði. Þá þótt henni einnig vænlegt að bjóða fulltrúa Matís til fundarins. Karen segist hafa fengið þau svör frá Pírötum að þetta væru ekki álitlegir kostir þar sem þessa menn myndi ekki greina nægilega mikið á. „Það væri ekki gaman að að hlusta á umræður þar sem allir væru sammála,“ skrifaði Karen á Facebook í morgun en segir í samtali við Vísi þennan hóp manna hafa verið nógu góðan fyrir háskóla og alþjóðastofnanir auk þess að hafa unnið á mjög víðfeðmu sviði í tengslum við sjávarútveg. „Eiginlega langaði mig að hefja þessa umræðu upp á upplýstara plan því hún er oft föst í samræðum sem hafa átt sér stað í rúm þrjátíu ár,“ segir Karen.Kristinn H. Gunnarsson.Vildu ekki kór Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, var meðal annarra í samskiptum við Karen vegna skipulagningu fundarins. Hann segir þau hafa náð saman um fjölbreyttan hóp frummælenda á fundinum en þegar Píratar stungu upp á Kristni H. Gunnarssyni þá vildu SFS ekki taka þátt í fundinum. „Við nennum ekki að fara í gegnum þetta aftur eins og síðast. Það er í rauninni þannig að þegar við stingum upp á nafni þá fáum við bara nei, í staðinn fyrir eitthvað annað,“ segir Björn Leví. Hann segir það rétt að þeim hafi ekki litist á þann hóp manna sem Karen stakk upp á. „Þegar er svona pallborð er algjör óþarfi að þetta sé einhver kór og fá sama svarið aftur og aftur. Það er ekkert rosalega spennandi fyrir áhorfendur og ekki svakalega árangursríkur pallborðsfundur.“ Hann segir Pírata hafa haft í hyggju að spyrja hagsmunaaðila í sjávarútvegi og þeirra sem hafa áhuga og skoðanir á málinu út í sjávarútvegi. „Við viljum í þeirra orðum um hvað málið snýst allt. Hvað er gott og hvað er slæmt í lögunum og hvert stefnum við með þetta kerfi. Við þurfum að enduhugsa hvernig við fáum svör frá þeim,“ segir Björn Leví. Tengdar fréttir Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi afboðuðu sig á fund Pírata með dags fyrirvara vegna annars frummælanda. 3. febrúar 2015 17:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS)og Pírata um sjávarútveg vegna þess að Píratar vildu Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmann, meðal frummælenda á fundinum. „Þeir lögðu til Kristin og við höfðum ekki áhuga á fundi með honum, þetta er ekkert flókið,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS, í samtali við Vísi um málið en hún greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook í morgun. „Okkur finnst það bara ólíklegt að það skili einhverju,“ segir Karen. Aðspurð hvers vegna SFS telur að nærvera Kristins á fundinum muni engu skila nefnir hún orðfæri hans sem dæmi. Vísir greindi frá því í febrúar síðastliðnum að SFS sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og hafði verið auglýst. Ástæðan var sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum.Sjá einnig:Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi PírataVildi upplýstari umræðu Píratar fengu því SFS til að bjóða þeim á annan fund og hafði Karen unnið að skipulagningu þess fundar. Hún segist hafa stungið upp á að á fundinum sætu fyrir svörum menn á borð við Tuma Tómasson, doktor í fiskifræði hjá Hafrannsóknastofnun og forstöðumann Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, Huginn Frey Þorsteinsson, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar, Þórodd Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og formann Byggðastofnunar og Daða Má Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði. Þá þótt henni einnig vænlegt að bjóða fulltrúa Matís til fundarins. Karen segist hafa fengið þau svör frá Pírötum að þetta væru ekki álitlegir kostir þar sem þessa menn myndi ekki greina nægilega mikið á. „Það væri ekki gaman að að hlusta á umræður þar sem allir væru sammála,“ skrifaði Karen á Facebook í morgun en segir í samtali við Vísi þennan hóp manna hafa verið nógu góðan fyrir háskóla og alþjóðastofnanir auk þess að hafa unnið á mjög víðfeðmu sviði í tengslum við sjávarútveg. „Eiginlega langaði mig að hefja þessa umræðu upp á upplýstara plan því hún er oft föst í samræðum sem hafa átt sér stað í rúm þrjátíu ár,“ segir Karen.Kristinn H. Gunnarsson.Vildu ekki kór Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, var meðal annarra í samskiptum við Karen vegna skipulagningu fundarins. Hann segir þau hafa náð saman um fjölbreyttan hóp frummælenda á fundinum en þegar Píratar stungu upp á Kristni H. Gunnarssyni þá vildu SFS ekki taka þátt í fundinum. „Við nennum ekki að fara í gegnum þetta aftur eins og síðast. Það er í rauninni þannig að þegar við stingum upp á nafni þá fáum við bara nei, í staðinn fyrir eitthvað annað,“ segir Björn Leví. Hann segir það rétt að þeim hafi ekki litist á þann hóp manna sem Karen stakk upp á. „Þegar er svona pallborð er algjör óþarfi að þetta sé einhver kór og fá sama svarið aftur og aftur. Það er ekkert rosalega spennandi fyrir áhorfendur og ekki svakalega árangursríkur pallborðsfundur.“ Hann segir Pírata hafa haft í hyggju að spyrja hagsmunaaðila í sjávarútvegi og þeirra sem hafa áhuga og skoðanir á málinu út í sjávarútvegi. „Við viljum í þeirra orðum um hvað málið snýst allt. Hvað er gott og hvað er slæmt í lögunum og hvert stefnum við með þetta kerfi. Við þurfum að enduhugsa hvernig við fáum svör frá þeim,“ segir Björn Leví.
Tengdar fréttir Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi afboðuðu sig á fund Pírata með dags fyrirvara vegna annars frummælanda. 3. febrúar 2015 17:46 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi afboðuðu sig á fund Pírata með dags fyrirvara vegna annars frummælanda. 3. febrúar 2015 17:46