„Þeir lögðu til Kristin og við höfðum ekki áhuga á fundi með honum“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2015 11:00 Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir samtökin ekki hafa áhuga á fundi um sjávarútvegsmál með Kristni H. Gunnarssyni. Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, segir Pírata ekki hafa einungis viljað frummælendur sem allir eru í grunnatriðum sammála. Vísir/Stefán/ÞórðurSveinsson/GVA Ekkert verður af fyrirhuguðum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS)og Pírata um sjávarútveg vegna þess að Píratar vildu Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmann, meðal frummælenda á fundinum. „Þeir lögðu til Kristin og við höfðum ekki áhuga á fundi með honum, þetta er ekkert flókið,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS, í samtali við Vísi um málið en hún greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook í morgun. „Okkur finnst það bara ólíklegt að það skili einhverju,“ segir Karen. Aðspurð hvers vegna SFS telur að nærvera Kristins á fundinum muni engu skila nefnir hún orðfæri hans sem dæmi. Vísir greindi frá því í febrúar síðastliðnum að SFS sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og hafði verið auglýst. Ástæðan var sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum.Sjá einnig:Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi PírataVildi upplýstari umræðu Píratar fengu því SFS til að bjóða þeim á annan fund og hafði Karen unnið að skipulagningu þess fundar. Hún segist hafa stungið upp á að á fundinum sætu fyrir svörum menn á borð við Tuma Tómasson, doktor í fiskifræði hjá Hafrannsóknastofnun og forstöðumann Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, Huginn Frey Þorsteinsson, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar, Þórodd Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og formann Byggðastofnunar og Daða Má Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði. Þá þótt henni einnig vænlegt að bjóða fulltrúa Matís til fundarins. Karen segist hafa fengið þau svör frá Pírötum að þetta væru ekki álitlegir kostir þar sem þessa menn myndi ekki greina nægilega mikið á. „Það væri ekki gaman að að hlusta á umræður þar sem allir væru sammála,“ skrifaði Karen á Facebook í morgun en segir í samtali við Vísi þennan hóp manna hafa verið nógu góðan fyrir háskóla og alþjóðastofnanir auk þess að hafa unnið á mjög víðfeðmu sviði í tengslum við sjávarútveg. „Eiginlega langaði mig að hefja þessa umræðu upp á upplýstara plan því hún er oft föst í samræðum sem hafa átt sér stað í rúm þrjátíu ár,“ segir Karen.Kristinn H. Gunnarsson.Vildu ekki kór Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, var meðal annarra í samskiptum við Karen vegna skipulagningu fundarins. Hann segir þau hafa náð saman um fjölbreyttan hóp frummælenda á fundinum en þegar Píratar stungu upp á Kristni H. Gunnarssyni þá vildu SFS ekki taka þátt í fundinum. „Við nennum ekki að fara í gegnum þetta aftur eins og síðast. Það er í rauninni þannig að þegar við stingum upp á nafni þá fáum við bara nei, í staðinn fyrir eitthvað annað,“ segir Björn Leví. Hann segir það rétt að þeim hafi ekki litist á þann hóp manna sem Karen stakk upp á. „Þegar er svona pallborð er algjör óþarfi að þetta sé einhver kór og fá sama svarið aftur og aftur. Það er ekkert rosalega spennandi fyrir áhorfendur og ekki svakalega árangursríkur pallborðsfundur.“ Hann segir Pírata hafa haft í hyggju að spyrja hagsmunaaðila í sjávarútvegi og þeirra sem hafa áhuga og skoðanir á málinu út í sjávarútvegi. „Við viljum í þeirra orðum um hvað málið snýst allt. Hvað er gott og hvað er slæmt í lögunum og hvert stefnum við með þetta kerfi. Við þurfum að enduhugsa hvernig við fáum svör frá þeim,“ segir Björn Leví. Tengdar fréttir Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi afboðuðu sig á fund Pírata með dags fyrirvara vegna annars frummælanda. 3. febrúar 2015 17:46 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi(SFS)og Pírata um sjávarútveg vegna þess að Píratar vildu Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmann, meðal frummælenda á fundinum. „Þeir lögðu til Kristin og við höfðum ekki áhuga á fundi með honum, þetta er ekkert flókið,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS, í samtali við Vísi um málið en hún greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook í morgun. „Okkur finnst það bara ólíklegt að það skili einhverju,“ segir Karen. Aðspurð hvers vegna SFS telur að nærvera Kristins á fundinum muni engu skila nefnir hún orðfæri hans sem dæmi. Vísir greindi frá því í febrúar síðastliðnum að SFS sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og hafði verið auglýst. Ástæðan var sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum.Sjá einnig:Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi PírataVildi upplýstari umræðu Píratar fengu því SFS til að bjóða þeim á annan fund og hafði Karen unnið að skipulagningu þess fundar. Hún segist hafa stungið upp á að á fundinum sætu fyrir svörum menn á borð við Tuma Tómasson, doktor í fiskifræði hjá Hafrannsóknastofnun og forstöðumann Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, Huginn Frey Þorsteinsson, aðjunkt við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar, Þórodd Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og formann Byggðastofnunar og Daða Má Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði. Þá þótt henni einnig vænlegt að bjóða fulltrúa Matís til fundarins. Karen segist hafa fengið þau svör frá Pírötum að þetta væru ekki álitlegir kostir þar sem þessa menn myndi ekki greina nægilega mikið á. „Það væri ekki gaman að að hlusta á umræður þar sem allir væru sammála,“ skrifaði Karen á Facebook í morgun en segir í samtali við Vísi þennan hóp manna hafa verið nógu góðan fyrir háskóla og alþjóðastofnanir auk þess að hafa unnið á mjög víðfeðmu sviði í tengslum við sjávarútveg. „Eiginlega langaði mig að hefja þessa umræðu upp á upplýstara plan því hún er oft föst í samræðum sem hafa átt sér stað í rúm þrjátíu ár,“ segir Karen.Kristinn H. Gunnarsson.Vildu ekki kór Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, var meðal annarra í samskiptum við Karen vegna skipulagningu fundarins. Hann segir þau hafa náð saman um fjölbreyttan hóp frummælenda á fundinum en þegar Píratar stungu upp á Kristni H. Gunnarssyni þá vildu SFS ekki taka þátt í fundinum. „Við nennum ekki að fara í gegnum þetta aftur eins og síðast. Það er í rauninni þannig að þegar við stingum upp á nafni þá fáum við bara nei, í staðinn fyrir eitthvað annað,“ segir Björn Leví. Hann segir það rétt að þeim hafi ekki litist á þann hóp manna sem Karen stakk upp á. „Þegar er svona pallborð er algjör óþarfi að þetta sé einhver kór og fá sama svarið aftur og aftur. Það er ekkert rosalega spennandi fyrir áhorfendur og ekki svakalega árangursríkur pallborðsfundur.“ Hann segir Pírata hafa haft í hyggju að spyrja hagsmunaaðila í sjávarútvegi og þeirra sem hafa áhuga og skoðanir á málinu út í sjávarútvegi. „Við viljum í þeirra orðum um hvað málið snýst allt. Hvað er gott og hvað er slæmt í lögunum og hvert stefnum við með þetta kerfi. Við þurfum að enduhugsa hvernig við fáum svör frá þeim,“ segir Björn Leví.
Tengdar fréttir Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi afboðuðu sig á fund Pírata með dags fyrirvara vegna annars frummælanda. 3. febrúar 2015 17:46 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi afboðuðu sig á fund Pírata með dags fyrirvara vegna annars frummælanda. 3. febrúar 2015 17:46