Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 17:46 Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Sjá meira