Tenórinn snýr aftur á fjalirnar sigríður jónsdóttir skrifar 5. mars 2015 12:45 Þau Guðmundur Ólafsson og Aðalbjörg Árnadóttir þykja standa sig vel á fjölunum í Iðnó en sýningin líður nokkuð fyrir misjafnt handrit. Mynd/Sigfús Már Pétursson Annar tenór Sýnt í Iðnó Höfundur:Guðmundur Ólafsson Leikarar:Guðmundur Ólafsson, Sigursveinn Magnússon, Aðalbjörg Árnadóttir Leikstjóri:María Sigurðardóttir Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson Tenórinn er kominn aftur á sínar gömlu slóðir í Iðnó og fyrir troðfullu húsi á laugardaginn fór hann yfir atburðarás síðustu tólf ára ásamt því að syngja nokkur vel valin lög. Guðmundur Ólafsson bæði skrifar og leikur aðalhlutverkið í þessar ljúfsáru gamansýningu þar sem tenórinn hittir gamlan vin, undirleikarann skilningsríka leikinn af Sigursveini Magnússyni, sem er að hita upp fyrir tónleika kvöldsins. Mikið hefur breyst síðasta áratuginn, tenórinn er fluttur heim til Íslands en er ekki alls kostar sáttur við dvöl sína í litlu þorpi úti á landi þar sem hann kennir mishæfileikaríkum bræðrum að radda, syngur í jarðarförum þegar BÓ kemst ekki og neitar að taka þátt í þorrablótsskemmtiatriðum fyrir kvenfélagið. Aftur á móti hefur undirleikarinn fundið sinn stað í lífinu, umkringdur fjölskyldu sinni og bíður nú eftir fæðingu tólfta barnabarnsins. Söngrödd Guðmundar er algjör gersemi, lituð af einlægni og skemmtileg nærvera hans er máttarstólpi sýningarinnar. Það er einmitt í gegnum röddina þar sem tenórinn finnur helst sjálfan sig en bitrar minningar af gamla lífinu eru sem hlekkir á tilfinningalífi hans. Hann endurlifir ástina í gegnum „On the Street Where You Live“ úr My Fair Lady, syngur heilu aríurnar af mikilli innlifun og textar Davíðs Stefánssonar framkalla gæsahúð á þeim sem leggja við hlustir. Leikstjórnin er í reyndum höndum Maríu Sigurðardóttir og vinnur hún skemmtilega með hið undurfallega rými Iðnó. Tempóið í sýningunni er kannski helst til lágstemmt fyrir gamanleikrit en einföld umgjörð og lýsing Kjartans Darra skapa skemmtilegt andrúmsloft í salnum. Undirleikur Sigursveins er einnig fagur án þess að vera of yfirþyrmandi. Vandamál sýningarinnar liggur helst í ójöfnu handritinu, fortíðarþráin og blákaldur raunveruleikinn finna aldrei samhljóm. Dramatíkin og húmorinn takast á en hvorugt er sérstaklega eftirminnilegt, þó hitta sumar eftirhermur Guðmundar beint í mark, „efrivarabræðurnir“ þrír þá sérstaklega. Undirspilarinn virðist eingöngu vera til staðar sem stuðningsaðili fyrir tenórinn og svipaða sögu má segja um tæknikonu hússins, leikin prýðilega af Aðalbjörgu Árnadóttur. Persónur þeirra hafa hvorki djúpa forsögu né mikið fram að færa nema gamansöm innslög og samúð í garð tenórsins. Uppgjör tenórsins við sjálfan sig hefur þannig enga skýra niðurstöðu fyrir utan mögulega að taka lífið í sátt frekar en að ríghalda í fortíðina og eftirsjána sem henni fylgir. Ferðalagið er spaugilegt á köflum og söngurinn fallegur á leiðinni en endar ekki á nýjum stað. Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Algjörlega glimrandi söngstund með Guðmundi en verkið líður fyrir misjafnt handrit. Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Annar tenór Sýnt í Iðnó Höfundur:Guðmundur Ólafsson Leikarar:Guðmundur Ólafsson, Sigursveinn Magnússon, Aðalbjörg Árnadóttir Leikstjóri:María Sigurðardóttir Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson Tenórinn er kominn aftur á sínar gömlu slóðir í Iðnó og fyrir troðfullu húsi á laugardaginn fór hann yfir atburðarás síðustu tólf ára ásamt því að syngja nokkur vel valin lög. Guðmundur Ólafsson bæði skrifar og leikur aðalhlutverkið í þessar ljúfsáru gamansýningu þar sem tenórinn hittir gamlan vin, undirleikarann skilningsríka leikinn af Sigursveini Magnússyni, sem er að hita upp fyrir tónleika kvöldsins. Mikið hefur breyst síðasta áratuginn, tenórinn er fluttur heim til Íslands en er ekki alls kostar sáttur við dvöl sína í litlu þorpi úti á landi þar sem hann kennir mishæfileikaríkum bræðrum að radda, syngur í jarðarförum þegar BÓ kemst ekki og neitar að taka þátt í þorrablótsskemmtiatriðum fyrir kvenfélagið. Aftur á móti hefur undirleikarinn fundið sinn stað í lífinu, umkringdur fjölskyldu sinni og bíður nú eftir fæðingu tólfta barnabarnsins. Söngrödd Guðmundar er algjör gersemi, lituð af einlægni og skemmtileg nærvera hans er máttarstólpi sýningarinnar. Það er einmitt í gegnum röddina þar sem tenórinn finnur helst sjálfan sig en bitrar minningar af gamla lífinu eru sem hlekkir á tilfinningalífi hans. Hann endurlifir ástina í gegnum „On the Street Where You Live“ úr My Fair Lady, syngur heilu aríurnar af mikilli innlifun og textar Davíðs Stefánssonar framkalla gæsahúð á þeim sem leggja við hlustir. Leikstjórnin er í reyndum höndum Maríu Sigurðardóttir og vinnur hún skemmtilega með hið undurfallega rými Iðnó. Tempóið í sýningunni er kannski helst til lágstemmt fyrir gamanleikrit en einföld umgjörð og lýsing Kjartans Darra skapa skemmtilegt andrúmsloft í salnum. Undirleikur Sigursveins er einnig fagur án þess að vera of yfirþyrmandi. Vandamál sýningarinnar liggur helst í ójöfnu handritinu, fortíðarþráin og blákaldur raunveruleikinn finna aldrei samhljóm. Dramatíkin og húmorinn takast á en hvorugt er sérstaklega eftirminnilegt, þó hitta sumar eftirhermur Guðmundar beint í mark, „efrivarabræðurnir“ þrír þá sérstaklega. Undirspilarinn virðist eingöngu vera til staðar sem stuðningsaðili fyrir tenórinn og svipaða sögu má segja um tæknikonu hússins, leikin prýðilega af Aðalbjörgu Árnadóttur. Persónur þeirra hafa hvorki djúpa forsögu né mikið fram að færa nema gamansöm innslög og samúð í garð tenórsins. Uppgjör tenórsins við sjálfan sig hefur þannig enga skýra niðurstöðu fyrir utan mögulega að taka lífið í sátt frekar en að ríghalda í fortíðina og eftirsjána sem henni fylgir. Ferðalagið er spaugilegt á köflum og söngurinn fallegur á leiðinni en endar ekki á nýjum stað. Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Algjörlega glimrandi söngstund með Guðmundi en verkið líður fyrir misjafnt handrit.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira