Ljósmyndir eru teknar á 10 mínútna fresti og myndbandið er spilað á áttföldum hraða. Á myndbandinu má sjá hvernig gosið hefur þróast en eldgosið í Holuhrauni hófst í lok ágúst á síðasta ári.
Skjálftavirknin á svæðinu hefur minnkað umtalsvert á undanförnum vikum en gosið stendur enn yfir.