Pólsk kona, sem er grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum og samlanda á heimili þeirra í Hafnarfirði í gær, hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Konan var leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum í dag.
Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í í hádegisfréttum Bylgjunnar að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, fæddur 1974, eru pólskir ríkisborgarar og voru í sambúð í Hafnarfirði.
Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Konan úrskurðuð í gæsluvarðhald

Tengdar fréttir

Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að
Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði.

Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði
Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk.