Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:15 Flugvél Flugfélags Íslands á flugvellinum í Kulusuk í ágúst. Vísir/JHH Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar. Fréttir af flugi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar.
Fréttir af flugi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira