Allverulega langt sund í annað hrun Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira