Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 12:45 Benzema, sem er hér hvítklæddur, eftir handtökuna í gær. Vísir/AFP Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Karim Benzema hefur samkvæmt frönskum fjölmiðlum játað aðild sína að fjárkúgunarmáli tengdu kynlífsmynbandi með franska knattspyrnumanninum Mathieu Valbuena. Benzema var hantekinn í gærmorgun og mun hafa gist fangaklefa í nótt samkvæmt fjölmiðlum ytra. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í því að beita Valbuena fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu. Benzema verður samkvæmt fréttum ytra leiddur fyrir dóm í dag þar sem framhaldið verður ákveðið. Áður hafði lögmaður hans stigið fram í fjölmiðlum og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, mun eiga hlut að máli og var handtekinn í síðasta mánuði. Hann lagði nýverið skóna á hilluna en Benzema leikur með Real Madrid á Spáni. Hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina. „Karim vill binda endi á allt það umstang sem hefur fylgt þessu máli. Hann á engan þátt í því,“ sagði lögmaður hans, Sylvain Cormier, í samtali við frönsku fréttastofuna AFP. „Þegar nafn hans var fyrst nefnt í blöðunum gerði Karim öllum ljóst að hann væri reiðubúinn að hjálpa rannsakendum eins mikið og hann getur.“ „Karim fór til Versailles til að svara nokkrum spurningum en hann hefur ekkert rangt gert og hefur ekkert að fela. Hann er ánægður með að geta loks bundið enda á þetta erfiða mál.“ Eftir handtöku Cisse var honum sleppt úr haldi. Hann hefur ekki enn verið ákærður. Uppfært 13.00: Samkvæmt fréttum í Frakklandi hefur Karim Benzema verið ákærður fyrir aðild sína að málinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Frakkland Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51