Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Tvær ungar konur sem stunda nám við Háskólann í Reykjavík eru urðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fyrir grófu kynferðisofbeldi. vísir/ernir Tvær kærur hafa verið lagðar fram í nauðgunarmáli sem Fréttablaðið greindi frá í gær að lögreglan hefði til rannsóknar. Tveir karlmenn eru meintir gerendur í kynferðisbrotamálinu sem sagt er vera gróft. Annar mannanna er á fertugsaldri og er nemandi við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hinn maðurinn er á svipuðum aldri og er ekki nemandi skólans. Tvær skólasystur fyrrgreinds manns eru taldar hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á önnur að hafa orðið fyrir nauðgun af hálfu bekkjarbróður síns en hin af völdum beggja meintra gerenda. Því er um að ræða tvö atvik þar sem nemandi frumgreinadeildarinnar á að hafa beitt konurnar grófu kynferðislegu ofbeldi sinn daginn hvorri í október. Í báðum tilvikum eiga meint brot að hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtanir í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið hafði samband við nokkra nemendur sem eru í sama bekk og hlutaðeigandi. Þeir greindu frá því að málið hefði vakið mikinn óhug nemenda og kennara við skólann.Níu dagar á milli Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti fyrra atvikið sér stað þann 7. október en þá hittust nemendur á svokölluðu pub quiz á skemmtistaðnum Austur. Umræddur nemandi á það kvöld að hafa nauðgað annarri stúlkunni. Um það mál var ekki upplýst fyrr en seinna atvikið hafði átt sér stað. Síðara atvikið átti sér stað níu dögum síðar en þá hittust bekkjarfélagar á Slippbarnum. Meintir gerendur voru á staðnum en annar mannanna, sem ekki er nemandi við skólann, er starfsmaður Reykjavík Marina hótelsins, þar sem Slippbarinn er rekinn. Hann var þó ekki á vakt í umrætt skipti. Eiga mennirnir að hafa farið með konunni í heimahús í Hlíðunum síðar um kvöldið og hún verið í annarlegu ástandi. Samkvæmt upplýsingum frá nemendum leikur grunur á að meintir gerendur hafi byrlað konunni ólyfjan og eiturlyfjum. Þá munu þeir hafa beitt konuna kynferðislegu og öðru líkamlegu ofbeldi. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og við höfum ekkert um málið að segja. Við tjáum okkur ekki um mál einstakra starfsmanna,“ segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Reykjavík Marina, aðspurður.Þolandi mætti ekki í skólann Upp komst um fyrra atvikið, eftir að síðara atvikið hafði átt sér stað. Þolandi í því máli hafði ekki mætt í skólann frá því að meint nauðgun átti sér stað. Lögreglan staðfestir að búið sé að leggja fram kæru í málinu og að rannsókn sé í gangi. „Við verjumst allra frétta af rannsókninni og getum ekki upplýst neitt frekar um rannsókn málsins en það sem hefur komið fram af okkar hálfu nú þegar,“ segir Árni Þór Sigmundsson yfirlögregluþjónn um málið. Forsvarsmenn skólans vildu ekki veita frekari upplýsingar um málið en segja skólann hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann geti veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Nemendur sem Fréttablaðið talaði við sögðu að manninum hefði verið vikið tímabundið úr skólanum. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tvær kærur hafa verið lagðar fram í nauðgunarmáli sem Fréttablaðið greindi frá í gær að lögreglan hefði til rannsóknar. Tveir karlmenn eru meintir gerendur í kynferðisbrotamálinu sem sagt er vera gróft. Annar mannanna er á fertugsaldri og er nemandi við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hinn maðurinn er á svipuðum aldri og er ekki nemandi skólans. Tvær skólasystur fyrrgreinds manns eru taldar hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á önnur að hafa orðið fyrir nauðgun af hálfu bekkjarbróður síns en hin af völdum beggja meintra gerenda. Því er um að ræða tvö atvik þar sem nemandi frumgreinadeildarinnar á að hafa beitt konurnar grófu kynferðislegu ofbeldi sinn daginn hvorri í október. Í báðum tilvikum eiga meint brot að hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtanir í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið hafði samband við nokkra nemendur sem eru í sama bekk og hlutaðeigandi. Þeir greindu frá því að málið hefði vakið mikinn óhug nemenda og kennara við skólann.Níu dagar á milli Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins átti fyrra atvikið sér stað þann 7. október en þá hittust nemendur á svokölluðu pub quiz á skemmtistaðnum Austur. Umræddur nemandi á það kvöld að hafa nauðgað annarri stúlkunni. Um það mál var ekki upplýst fyrr en seinna atvikið hafði átt sér stað. Síðara atvikið átti sér stað níu dögum síðar en þá hittust bekkjarfélagar á Slippbarnum. Meintir gerendur voru á staðnum en annar mannanna, sem ekki er nemandi við skólann, er starfsmaður Reykjavík Marina hótelsins, þar sem Slippbarinn er rekinn. Hann var þó ekki á vakt í umrætt skipti. Eiga mennirnir að hafa farið með konunni í heimahús í Hlíðunum síðar um kvöldið og hún verið í annarlegu ástandi. Samkvæmt upplýsingum frá nemendum leikur grunur á að meintir gerendur hafi byrlað konunni ólyfjan og eiturlyfjum. Þá munu þeir hafa beitt konuna kynferðislegu og öðru líkamlegu ofbeldi. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og við höfum ekkert um málið að segja. Við tjáum okkur ekki um mál einstakra starfsmanna,“ segir Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Reykjavík Marina, aðspurður.Þolandi mætti ekki í skólann Upp komst um fyrra atvikið, eftir að síðara atvikið hafði átt sér stað. Þolandi í því máli hafði ekki mætt í skólann frá því að meint nauðgun átti sér stað. Lögreglan staðfestir að búið sé að leggja fram kæru í málinu og að rannsókn sé í gangi. „Við verjumst allra frétta af rannsókninni og getum ekki upplýst neitt frekar um rannsókn málsins en það sem hefur komið fram af okkar hálfu nú þegar,“ segir Árni Þór Sigmundsson yfirlögregluþjónn um málið. Forsvarsmenn skólans vildu ekki veita frekari upplýsingar um málið en segja skólann hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann geti veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Nemendur sem Fréttablaðið talaði við sögðu að manninum hefði verið vikið tímabundið úr skólanum.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent