Innlent

Skólastjórar lönduðu samningi

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Óli Kristján Ármannsson skrifa
„Ég er sátt við útkomuna,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélagsins en samningaferli hefur verið langt.
„Ég er sátt við útkomuna,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélagsins en samningaferli hefur verið langt. vísir
Fulltrúar Skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara um tíu leytið í gær.

„Ég er sátt við útkomuna,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélagsins en samningaferli hefur verið langt. Fyrri samningur rann út 31. maí síðastliðinn.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga segir mikið verk fyrir höndum. Á sjöunda tug samninga sveitarfélaganna sé ólokið. „Við erum rétt að byrja, eigum eftir að gera sextíu og þrjá samninga þannig að þetta gæti tekið sinn tíma.“

Þá funduðu fulltrúar Félags háskólakennara og Félags prófessora í ríkisháskólum með samninganefnd ríkisins í gærmorgun.

Jörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir viðræðurnar mjakast áfram, en í þeim hafi margt jákvætt komið fram. Fundað verði áfram í deilunni eftir hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×