Tíu Lazio-menn skoruðu þrisvar hjá Hólmari og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 19:02 Hólmar Örn Eyjólfsson svekkir sig á sama tíma og Lazio-menn fagna einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Lazio voru manni færri í 84 mínútur á móti norska liðinu Rosenborg í Evrópudeildinni í kvöld en það kom ekki í veg fyrir 3-1 sigur ítalska liðsins á Ólympíuleikvanginum í Róm. Alessandro Matri var Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í vörn Rosenborg erfiður en hann skoraði eitt og átti þátt í hinum tveimur mörkunum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn en Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins.Annað Íslendingalið tapaði líka í Evrópudeildinni í kvöld en Basel tapaði þá 2-1 á heimavelli á móti portúgalska liðinu Belenenses. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-1 fyrir Belenenses. Lazio situr í toppsæti G-riðilsins með sjö stig af níu mögulegum en Rosenborg er á botninum með aðeins eitt stig. Lazio fékk tvö góð færi í upphafi leiks en missti síðan Maurício af velli með rautt spjald eftir aðeins sex mínútna leik eftir að hann felldi Ole Kristian Selnæs sem var að sleppa einn í gegn. Rosenborg hafði samt ekki heppnina með sér í færunum í fyrri hálfleiknum því tvisvar small boltinn í markrammanum hjá Lazio, fyrst eftir skot Jörgen Skjelvik og svo eftir skalla Alexanders Söderlund. Þess í stað voru það heimamenn sem skoruðu manni færri. Hólmar Örn Eyjólfsson missti augun af Alessandro Matri í smá stund og ítalski framherjinn nýtti sér það, fékk flotta sendingu inn fyrir frá Antonio Candreva og kom Lazio í 1-0 á 28. mínútu. Hólmar Örn gerði mistök í öðru marki Lazio þegar hann missti frá sér boltann og gaf Lazio tækifæri á að vinna boltann frétt fyrir framan teiginn. Alessandro Matri nýtti sér það, vann boltann og sendi hann á Felipe Anderson sem kom Lazio í 2-0 á 54. mínútu. Alexander Søderlund minnkaði muninn í 2-1 með skalla á 69. mínútu og fékk einnig færi til að jafna aðeins fjórum mínútum síðar. Alessandro Matri fiskaði víti á 80. mínútu en Antonio Candreva lét verja hjá sér. Hann skoraði hinsvegar úr frákastinu og kom Lazio í 3-1. Hólmar Örn bjargaði vel skömmu fyrir leikslok þegar Lazio gat komist í 4-1. Lazio-liðið gaf ekkert eftir og landaði tveggja marka sigri og um leið þriggja stiga forystu á toppi riðilsins. Alexander Søderlund fékk reyndar vítaspyrnu í uppbótartíma en lét Etrit Berisha verja frá sér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira