Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:30 Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir." Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir."
Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00