Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:30 Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir." Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir."
Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00