IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 19:00 IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson. Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson.
Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira