Óttarr svarar Halldóri Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 12:24 Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar. Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr. Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, segir það mikla einföldun hjá Halldóri Halldórssyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, að tala um þá stöðu sem ríkir innan borgastjórnarhópsins að hann eigi ekki að sitja beggja megin við borðið sem skoðun eins manns, hann viti betur enda sé þetta altalað bæði utan flokksins sem innan. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Óttarr Guðlaugsson, fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í svari við því sagðist Halldór hins vegar ekki skilja gagnrýni Óttarrs og sagði þá: „Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambandsins þá verður maður að vera sveitarstjórnarmaður,“ segir Halldór.Óttarr segir að það að sitja í stjórn OR, Faxaflóahafna eða öðrum stjórnum/nefndum á vegum borgarinnar sé starf borgarfulltrúa og ekkert við slíkt að athuga svo framarlega sem borgarfulltrúar sinni sínum störfum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sé embætti sem kosið er í á árlegu landsþingi sambandsins. Þar hafa sveitarfélög atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda og því alveg ljóst að stuðningur fulltrúa frá Reykjavík vegi þar þungt.„Oddviti borgarstjórnarhóps í minnihluta gegnir því mikilvæga hlutverki að sýna meirihlutanum aðhald, því hlutverki hans er augljóslega teflt í hættu þegar viðkomandi neyðist til að líta á fulltrúa meirihlutans sem kjósendur, eða jafnvel yfirmenn, sem hann má alls ekki styggja um of vilji hann halda starfi sínu," segir Óttarr. Hann segir að það að líkja því saman að vera formaður flokksins eða oddviti hans í borgarstjórnarhóp sé í besta falli ofmat sama hvernig á það sé litið. „Það að vera formaður sambands íslenskra sveitafélaga krefst ekki að vera oddviti í borgar- eða bæjarstjórnum landsins enda hefur a.m.k. einn varabæjarfulltrúi gegnt þessu starfi!" segir Óttarr.
Alþingi Tengdar fréttir Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. 22. október 2015 07:00