Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi | Ætlum að berjast um titla Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2015 12:45 Margrét Lára í landsleik á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ákveðinn léttir að þetta sé komið á hreint. Ég valdi á endanum Val því ég taldi það henta best eins og staðan er í dag,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Margrét Lára skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær en hún snýr aftur í Valstreyjuna eftir sjö ár í atvinnumennsku. Á hún að baki 124 leiki í öllum keppnum á Íslandi en í þeim hefur hún skorað 198 mörk. Þá er Margrét Lára markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi en hún hefur skorað 75 mörk í 102 leikjum fyrir Íslands hönd. „Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur en jákvæður, undanfarna daga, að finna út úr því hvaða lið ætti að vera fyrir valinu. Þetta er stór ákvörðun að koma heim og ég varð að velja stað sem myndi henta mér og minni fjölskyldu best.“ Margrét Lára segir að það hafi verið erfitt að segja nei við uppeldisfélagið en hún er frá Vestmannaeyjum steig fyrstu skrefin í fótboltanum með ÍBV. „Það var erfitt og það braut í mér hjartað að þurfa að neita þeim en svona er þetta í boltanum. Maður verður að velja og hafna en ég útiloka ekki að spila með þeim einn daginn. Ég er hinsvegar mjög sátt með þessa niðurstöðu, ég lék áður fyrr með Val og mér leið mjög vel hér,“ sagði Margrét Lára sem staðfesti að hún hefði rætt við nokkur lið hér á landi. „Ég var í viðræðum við nokkur lið í deildinni og ég gaf þeim það að ég væri opin fyrir því að skoða alla möguleika eins og ég gerði. Það var margt spennandi í boði og mér þykir frábært að sjá hversu miklum framförum kvennaboltinn á Íslandi hefur tekið. Hann er í mikilli sókn og það er mikill metnaður hjá félögunum.“Margrét Lára fagnar hér einu af mörkum sínum er hún lék með Val.Vísir/ValliMargrét Lára hefur glímt við töluvert af meiðslum frá því að hún fór út í atvinnumennsku en hún vonast til þess að þeim kafla sé lokið. „Mér er farið að líða mjög vel. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem heim er til þess að passa betur upp á líkamann. Það er mikil samkeppni í sænsku deildinni, erfiðir leikir og æfingar og álagið mun að einhverju leyti minnka hérna heima og ég get stjórnað því aðeins betur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma heim,“ sagði Margrét en hún á von á erfiðum leikjum í Pepsi-deildinni á næsta ári. „Deildin er búin að vera mjög sterk og það er spennandi að vera að koma aftur til Íslands. Ég hlakka til að byrja og það verður örugglega líkt og í sumar, mörg lið að berjast við topp deildarinnar. Samkeppnin er af hinu góða og það gefur okkur fleiri góða leikmenn og góð lið.“ Þegar Margrét Lára yfirgaf Val á sínum tíma var liðið að berjast um titilinn en í ár þurfti liðið að sætta sig við 7. sæti. „Það er ekkert farið í felur með það að árangur undanfarinna ára hefur ekki verið nægilega góður en það býr mjög mikið í þessu liði. Það eru margir góðir leikmenn þarna og við þurfum að fá alla upp á tærnar og leggja meira á sig. Fyrir mig að ganga til liðs við Val er mikil áskorun því við ætlum að keppast um titla en til þess þurfum við að bæta við fleiri góðum leikmönnum.“ Margrét segist ætla að reyna að miðla af reynslu sinni en hún mun einnig aðstoða að einhverju leyti við þjálfun. „Ég kem inn í þriggja manna þjálfarateymi en ég verð þar til að miðla af minni reynslu og aðstoða þar sem þarf en ég verð fyrst og fremst leikmaður. Það verður gaman fyrir mig að fá að hafa eitthvað að segja en ég mun ekki stýra æfingum né leikjum,“ sagði Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
„Það er auðvitað ákveðinn léttir að þetta sé komið á hreint. Ég valdi á endanum Val því ég taldi það henta best eins og staðan er í dag,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottningin, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Margrét Lára skrifaði undir tveggja ára samning við Val í gær en hún snýr aftur í Valstreyjuna eftir sjö ár í atvinnumennsku. Á hún að baki 124 leiki í öllum keppnum á Íslandi en í þeim hefur hún skorað 198 mörk. Þá er Margrét Lára markahæsti leikmaður A-landsliðsins frá upphafi en hún hefur skorað 75 mörk í 102 leikjum fyrir Íslands hönd. „Þetta er búið að vera mikill höfuðverkur en jákvæður, undanfarna daga, að finna út úr því hvaða lið ætti að vera fyrir valinu. Þetta er stór ákvörðun að koma heim og ég varð að velja stað sem myndi henta mér og minni fjölskyldu best.“ Margrét Lára segir að það hafi verið erfitt að segja nei við uppeldisfélagið en hún er frá Vestmannaeyjum steig fyrstu skrefin í fótboltanum með ÍBV. „Það var erfitt og það braut í mér hjartað að þurfa að neita þeim en svona er þetta í boltanum. Maður verður að velja og hafna en ég útiloka ekki að spila með þeim einn daginn. Ég er hinsvegar mjög sátt með þessa niðurstöðu, ég lék áður fyrr með Val og mér leið mjög vel hér,“ sagði Margrét Lára sem staðfesti að hún hefði rætt við nokkur lið hér á landi. „Ég var í viðræðum við nokkur lið í deildinni og ég gaf þeim það að ég væri opin fyrir því að skoða alla möguleika eins og ég gerði. Það var margt spennandi í boði og mér þykir frábært að sjá hversu miklum framförum kvennaboltinn á Íslandi hefur tekið. Hann er í mikilli sókn og það er mikill metnaður hjá félögunum.“Margrét Lára fagnar hér einu af mörkum sínum er hún lék með Val.Vísir/ValliMargrét Lára hefur glímt við töluvert af meiðslum frá því að hún fór út í atvinnumennsku en hún vonast til þess að þeim kafla sé lokið. „Mér er farið að líða mjög vel. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem heim er til þess að passa betur upp á líkamann. Það er mikil samkeppni í sænsku deildinni, erfiðir leikir og æfingar og álagið mun að einhverju leyti minnka hérna heima og ég get stjórnað því aðeins betur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma heim,“ sagði Margrét en hún á von á erfiðum leikjum í Pepsi-deildinni á næsta ári. „Deildin er búin að vera mjög sterk og það er spennandi að vera að koma aftur til Íslands. Ég hlakka til að byrja og það verður örugglega líkt og í sumar, mörg lið að berjast við topp deildarinnar. Samkeppnin er af hinu góða og það gefur okkur fleiri góða leikmenn og góð lið.“ Þegar Margrét Lára yfirgaf Val á sínum tíma var liðið að berjast um titilinn en í ár þurfti liðið að sætta sig við 7. sæti. „Það er ekkert farið í felur með það að árangur undanfarinna ára hefur ekki verið nægilega góður en það býr mjög mikið í þessu liði. Það eru margir góðir leikmenn þarna og við þurfum að fá alla upp á tærnar og leggja meira á sig. Fyrir mig að ganga til liðs við Val er mikil áskorun því við ætlum að keppast um titla en til þess þurfum við að bæta við fleiri góðum leikmönnum.“ Margrét segist ætla að reyna að miðla af reynslu sinni en hún mun einnig aðstoða að einhverju leyti við þjálfun. „Ég kem inn í þriggja manna þjálfarateymi en ég verð þar til að miðla af minni reynslu og aðstoða þar sem þarf en ég verð fyrst og fremst leikmaður. Það verður gaman fyrir mig að fá að hafa eitthvað að segja en ég mun ekki stýra æfingum né leikjum,“ sagði Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira