Segir marga þegar hafa breytt verði Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. janúar 2015 11:30 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki einhugur um það í ríkisstjórn hvernig eigi að standa að verðlagseftirliti. Fréttablaðið/GVA Ekkert hefur verið ákveðið um aðkomu stjórnvalda að verðlagseftirliti eftir að ný lög um virðisaukaskatt tóku gildi um áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru skiptar skoðanir á því meðal ráðherra hvernig standa eigi að slíku eftirliti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag að besta eftirlitið væri fólgið í alvöru samkeppni á markaði. „Og það er til skoðunar í ríkisstjórninni hvort við getum efnt til samstarfs við hagsmunaaðila um að fylgjast vel með þessari þróun,“ sagði hann þá. Bjarni útskýrði ekki hvernig staðið væri að slíku samstarfi. Ólöf Nordal, ráðherra neytendamála, gaf ekki kost á viðtali um málið þegar Fréttablaðið sóttist eftir því í gær.Henny Hinz.„Svona eftirlit þarf að undirbúa áður en breytingin á sér stað. Það er svolítið seint að byrja að gera það núna,“ segir Henny Hinz, hagfræðingur ASÍ. Hún segir að hvorki hafi stjórnvöld falast eftir samstarfi um þetta við ASÍ, né ASÍ falast eftir samstarfi við stjórnvöld. ASÍ hafi aftur á móti hafist handa við undirbúning að því að bregðast við breyttu verðlagi um leið og drög að virðisaukaskattsfrumvarpinu voru kynnt í haust. Hún segir að verðlagseftirlit ASÍ hafi verið útvíkkað.Ólafur Stephensen.Þá segir Henny að ASÍ muni einnig fylgjast vel með mælingum Hagstofunnar á neysluverðsvísitölunni. Það gefi mjög góða vísbendingu um þróunina á markaðnum almennt. „En okkar vinna felst frekar í því að skoða hvað einstaka söluaðilar eru að gera,“ segir Henny. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það verði að hafa í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar að margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja hafi þegar lækkað verð til samræmis við afnám vörugjaldanna. „Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs,“ segir Ólafur. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ekkert hefur verið ákveðið um aðkomu stjórnvalda að verðlagseftirliti eftir að ný lög um virðisaukaskatt tóku gildi um áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru skiptar skoðanir á því meðal ráðherra hvernig standa eigi að slíku eftirliti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag að besta eftirlitið væri fólgið í alvöru samkeppni á markaði. „Og það er til skoðunar í ríkisstjórninni hvort við getum efnt til samstarfs við hagsmunaaðila um að fylgjast vel með þessari þróun,“ sagði hann þá. Bjarni útskýrði ekki hvernig staðið væri að slíku samstarfi. Ólöf Nordal, ráðherra neytendamála, gaf ekki kost á viðtali um málið þegar Fréttablaðið sóttist eftir því í gær.Henny Hinz.„Svona eftirlit þarf að undirbúa áður en breytingin á sér stað. Það er svolítið seint að byrja að gera það núna,“ segir Henny Hinz, hagfræðingur ASÍ. Hún segir að hvorki hafi stjórnvöld falast eftir samstarfi um þetta við ASÍ, né ASÍ falast eftir samstarfi við stjórnvöld. ASÍ hafi aftur á móti hafist handa við undirbúning að því að bregðast við breyttu verðlagi um leið og drög að virðisaukaskattsfrumvarpinu voru kynnt í haust. Hún segir að verðlagseftirlit ASÍ hafi verið útvíkkað.Ólafur Stephensen.Þá segir Henny að ASÍ muni einnig fylgjast vel með mælingum Hagstofunnar á neysluverðsvísitölunni. Það gefi mjög góða vísbendingu um þróunina á markaðnum almennt. „En okkar vinna felst frekar í því að skoða hvað einstaka söluaðilar eru að gera,“ segir Henny. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það verði að hafa í huga þegar verðbreytingar um áramót eru skoðaðar að margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja hafi þegar lækkað verð til samræmis við afnám vörugjaldanna. „Þetta töldu mörg fyrirtæki sig verða að gera strax í september þegar frumvarp um afnám vörugjalda kom fram á Alþingi, einfaldlega til að tryggja sölu það sem eftir lifði árs,“ segir Ólafur. Ella hefðu verið líkur á að margir hefðu frestað kaupum á raftækjum fram yfir áramót.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira