Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 08:05 Ellert Grétarsson ljósmyndari missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. „Þetta er auðvitað svakalegt áfall. Þetta gerðist allt svo hratt og allt í einu stóð maður uppi nánast allslaus,“ segir Ellert Grétarsson ljósmyndari sem missti heimili sitt í bruna fyrir tveimur árum. Ástæða brunans var sú að kveikt var á fjöltengi inni í stofunni. Í byrjun þessa mánaðar var greint frá tveimur eldsvoðum í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Í öðru tilvikinu voru eldsupptökin í fjöltengi. Varasamt getur verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi og fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í út frá þeim. Þá eru dæmi um að fólk misnoti tengin og tengi saman tvö eða fleiri fjöltengi en út frá því getur skapast mikil hætta. Allt var svart Í maí árið 2022 bjó Ellert í fjórbýlishúsi í Keflavík ásamt 27 ára syni sínum. „Þetta var um miðja nótt og ég var sofandi. Svefnherbergishurðin var lokuð en þar sem að hún var dálítið laus í faginu þá byrjaði hún að glamra í hurðarfalsinu, þegar rúðurnar sprungu frammi í stofunni og það myndaðist gegnumtrekkur. Ég hrökk upp við glamrið, sem var orðið að þungum höggum. Og þá fann ég brunalyktina. Ég náði að klæða mig í buxur og grípa símann minn sem lá á náttborðinu. Þegar ég opnaði svefnherbergishurðina var allt svart og íbúðin full af reyk. Ég óð beint inn í kolsvartan reykjamökkinn. Þetta var hrikalegt; eins og að vera staddur inni í einhverri hræðilegri martröð sem ég gat ekki vaknað upp af. Það fyrsta sem ég hugsaði var strákurinn minn, hvort það væri í lagi með hann. Hann hafði farið út fyrr um kvöldið og ég vissi ekki hvort hann hefði komið heim eða ekki eftir að ég fór að sofa. Ég öskraði á hann eins hátt og ég gat en fékk ekkert svar. Ég komst inn í herbergið hans en tók þá eftir því að rúmið hans var autt. Ég rauk aftur fram og sá lítið sem ekkert í öllu reykjarkófinu. Ég reyndi að halda niðri í mér andanum og feta mig meðfram veggnum að útidyrahurðinni, uns náði ég að komast fram á stigagang.“ Þakklátur nágrönnum sínum Þar sem að Ellert hafði náð að grípa símann sinn þá tókst honum að hringja á Neyðarlínuna og innan skamms var slökkviliðið mætt á staðinn. Blessunarlega sakaði engan af íbúum hússins. Ellert stóð að eigin sögn hálfnakinn úti á götu eftir að hafa forðað sér út. Nágrannarnir hlúðu að honum, færðu hann í föt og hughreystu hann. Hann hringdi síðan í son sinn sem til allar hamingju var ekki heima þegar eldurinn braust út. Ellert var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfarið og reyndist vera með smávægilega reykeitrun. Hann kveðst vera afar þakklátur nágrönnum sínum fyrir hugulsemina og hjálpina, og sömuleiðis starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem veittu honum alúðlega aðhlynningu. Sprungin rúða í stofunni og allt svart.Aðsend Næstu vikur og mánuðir fóru síðan í það að sinna tryggingamálum og koma lífinu í réttar skorður. Ellert bjó hjá foreldrum sínum fyrstu vikurnar eftir brunann. Sótsvartur veggur og ónýtur skrifstofustóll.Aðsend „Lögreglan og slökkviliðið, þeir voru fljótir að finna út að það hafði kviknað í út frá fjöltenginu, það hafði brunnið yfir.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var íbúð Ellerts og innbú gjörónýt eftir brunann.Aðsend Í tilfelli Ellerts var fjöltengið staðsett í stofunni. „Ég notaði það annars vegar fyrir straumbreyti fyrir prentara og hins vegar hleðslutæki fyrir myndavél. En það var ekkert í hleðslu þessa nótt. Fjöltengið var hins vegar í sambandi og það var kveikt á því. Það dugði til þess að það brann yfir. Hugsanlega hefur það verið gallað.“ Við erum stöðugt að hlaða Líkt og Ellert bendir á þá er rofi á flestum fjöltengjum til að kveikja og slökkva á þeim. „Núna slekk ég alltaf á fjöltengjunum áður en ég fer að sofa á kvöldin. Mér finnst svo mikilvægt að benda fólki á þetta , sérstaklega út af öllum þessum snjalltækjum og græjum sem fólk er að nota í dag, orkufrek tæki sem þarf stöðugt að vera að hlaða. Til dæmis rafmagnshjól og drónarafhlöður, þetta eru rosalega öflugar rafhlöður þrátt fyrir að vera litlar. Sem þýðir að þegar verið er að troða mikilli orku í lítið pláss þá myndast sprengi- og eldhætta. Þess vegna ætti aldrei að hlaða þetta án eftirlits. Einnig er óþarfi að vera með allt í sambandi á nóttunni. Til dæmis engin þörf á að vera með „routera“ í gangi á meðan allir eru sofandi á heimilinu og enginn á netinu. „Það var vissulega ekki auðvelt að horfa á fréttirnar sem birtust núna um daginn, þar sem tveir eldsvoðar urðu í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Það vekur upp vondar minningar,“ segir Ellert jafnframt. Nú líður að þeim árstíma þegar fólk skreytir heimili sín með ljósaseríum og allskyns skreytingum sem kalla á aukna rafmagnsnotkun – og aukna notkun á fjöltengjum. Af skiljanlegum ástæðum er Ellerti mikið í mun um að brýna fyrir fólki að sýna varkárni í notkun fjöltengja. „Slökkvið á þeim eða takið úr sambandi þegar þið farið að sofa á kvöldin. Einnig þegar engin er heima. Alls ekki freistast til að setja fjöltengi í samband við fjöltengi. Þau þola bara ákveðið álag og ef það er of mikið er hætt við að þau brenni yfir. Alls ekki hafa hluti eins og síma, rafmagnshjól og annað í hleðslu á nóttinni eða þegar enginn er heima,“ segir hann. „Og í guðs bænum láttu það ekki hvarfla að þér að svona lagið gerist bara hjá öðrum en þér.“ Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Í byrjun þessa mánaðar var greint frá tveimur eldsvoðum í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Í öðru tilvikinu voru eldsupptökin í fjöltengi. Varasamt getur verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi og fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í út frá þeim. Þá eru dæmi um að fólk misnoti tengin og tengi saman tvö eða fleiri fjöltengi en út frá því getur skapast mikil hætta. Allt var svart Í maí árið 2022 bjó Ellert í fjórbýlishúsi í Keflavík ásamt 27 ára syni sínum. „Þetta var um miðja nótt og ég var sofandi. Svefnherbergishurðin var lokuð en þar sem að hún var dálítið laus í faginu þá byrjaði hún að glamra í hurðarfalsinu, þegar rúðurnar sprungu frammi í stofunni og það myndaðist gegnumtrekkur. Ég hrökk upp við glamrið, sem var orðið að þungum höggum. Og þá fann ég brunalyktina. Ég náði að klæða mig í buxur og grípa símann minn sem lá á náttborðinu. Þegar ég opnaði svefnherbergishurðina var allt svart og íbúðin full af reyk. Ég óð beint inn í kolsvartan reykjamökkinn. Þetta var hrikalegt; eins og að vera staddur inni í einhverri hræðilegri martröð sem ég gat ekki vaknað upp af. Það fyrsta sem ég hugsaði var strákurinn minn, hvort það væri í lagi með hann. Hann hafði farið út fyrr um kvöldið og ég vissi ekki hvort hann hefði komið heim eða ekki eftir að ég fór að sofa. Ég öskraði á hann eins hátt og ég gat en fékk ekkert svar. Ég komst inn í herbergið hans en tók þá eftir því að rúmið hans var autt. Ég rauk aftur fram og sá lítið sem ekkert í öllu reykjarkófinu. Ég reyndi að halda niðri í mér andanum og feta mig meðfram veggnum að útidyrahurðinni, uns náði ég að komast fram á stigagang.“ Þakklátur nágrönnum sínum Þar sem að Ellert hafði náð að grípa símann sinn þá tókst honum að hringja á Neyðarlínuna og innan skamms var slökkviliðið mætt á staðinn. Blessunarlega sakaði engan af íbúum hússins. Ellert stóð að eigin sögn hálfnakinn úti á götu eftir að hafa forðað sér út. Nágrannarnir hlúðu að honum, færðu hann í föt og hughreystu hann. Hann hringdi síðan í son sinn sem til allar hamingju var ekki heima þegar eldurinn braust út. Ellert var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfarið og reyndist vera með smávægilega reykeitrun. Hann kveðst vera afar þakklátur nágrönnum sínum fyrir hugulsemina og hjálpina, og sömuleiðis starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem veittu honum alúðlega aðhlynningu. Sprungin rúða í stofunni og allt svart.Aðsend Næstu vikur og mánuðir fóru síðan í það að sinna tryggingamálum og koma lífinu í réttar skorður. Ellert bjó hjá foreldrum sínum fyrstu vikurnar eftir brunann. Sótsvartur veggur og ónýtur skrifstofustóll.Aðsend „Lögreglan og slökkviliðið, þeir voru fljótir að finna út að það hafði kviknað í út frá fjöltenginu, það hafði brunnið yfir.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var íbúð Ellerts og innbú gjörónýt eftir brunann.Aðsend Í tilfelli Ellerts var fjöltengið staðsett í stofunni. „Ég notaði það annars vegar fyrir straumbreyti fyrir prentara og hins vegar hleðslutæki fyrir myndavél. En það var ekkert í hleðslu þessa nótt. Fjöltengið var hins vegar í sambandi og það var kveikt á því. Það dugði til þess að það brann yfir. Hugsanlega hefur það verið gallað.“ Við erum stöðugt að hlaða Líkt og Ellert bendir á þá er rofi á flestum fjöltengjum til að kveikja og slökkva á þeim. „Núna slekk ég alltaf á fjöltengjunum áður en ég fer að sofa á kvöldin. Mér finnst svo mikilvægt að benda fólki á þetta , sérstaklega út af öllum þessum snjalltækjum og græjum sem fólk er að nota í dag, orkufrek tæki sem þarf stöðugt að vera að hlaða. Til dæmis rafmagnshjól og drónarafhlöður, þetta eru rosalega öflugar rafhlöður þrátt fyrir að vera litlar. Sem þýðir að þegar verið er að troða mikilli orku í lítið pláss þá myndast sprengi- og eldhætta. Þess vegna ætti aldrei að hlaða þetta án eftirlits. Einnig er óþarfi að vera með allt í sambandi á nóttunni. Til dæmis engin þörf á að vera með „routera“ í gangi á meðan allir eru sofandi á heimilinu og enginn á netinu. „Það var vissulega ekki auðvelt að horfa á fréttirnar sem birtust núna um daginn, þar sem tveir eldsvoðar urðu í heimahúsum á Reykjavíkursvæðinu. Það vekur upp vondar minningar,“ segir Ellert jafnframt. Nú líður að þeim árstíma þegar fólk skreytir heimili sín með ljósaseríum og allskyns skreytingum sem kalla á aukna rafmagnsnotkun – og aukna notkun á fjöltengjum. Af skiljanlegum ástæðum er Ellerti mikið í mun um að brýna fyrir fólki að sýna varkárni í notkun fjöltengja. „Slökkvið á þeim eða takið úr sambandi þegar þið farið að sofa á kvöldin. Einnig þegar engin er heima. Alls ekki freistast til að setja fjöltengi í samband við fjöltengi. Þau þola bara ákveðið álag og ef það er of mikið er hætt við að þau brenni yfir. Alls ekki hafa hluti eins og síma, rafmagnshjól og annað í hleðslu á nóttinni eða þegar enginn er heima,“ segir hann. „Og í guðs bænum láttu það ekki hvarfla að þér að svona lagið gerist bara hjá öðrum en þér.“
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira