Í kvöld kemur í ljós hvern Samtök íþróttafréttamanna kusu íþróttamann ársins 2014 en kjörinu verður lýst í Gullhömrum í Reykjavík.
Íþróttamaður ársins er nú útnefndur í 59. sinn en lið og þjálfari ársins í þriðja sinn. Nöfn þeirra tíu efstu, sem og efstu þrjú lið og efstu þrír þjálfarar, voru gerð opinber á Þorláksmessu. Í fyrsta sinn eru jafn margir karlar og konur meðal tíu efstu.
Þrír af efstu tíu hafa fengið sæmdarheitið áður, Gylfi Þór Sigurðsson vann í fyrra, Aron Pálmarsson var kjörinn 2012 og Guðjón Valur Sigurðsson var Íþróttamaður ársins 2006.
Íþróttamaður ársins - efstu tíu
Aron Pálmarsson (handbolti), Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund), Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti), Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna), Hafdís Sigurðardóttir (frjálsar íþróttir), Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund), Jón Arnór Stefánsson (körfubolti), Jón Margeir Sverrisson (íþr. fatlaðra), Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) og Sif Pálsdóttir (fimleikar).
Lið ársins – efstu þrjú
Knattspyrnulandslið karla, körfuboltalandslið karla og mfl. karla hjá Stjörnunni í knattspyrnu.
Þjálfari ársins – efstu þrír
Alfreð Gíslason, Heimir Hallgrímsson og Rúnar Páll Sigmundsson.
