Hrafnhildur náði Ólympíulágmarkinu í 200 metra bringusundi | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2015 19:40 vísir/vilhelm Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem náði Ólympíulágmarkinu í 200 metra fjórsundi í gær, hélt uppteknum hætti í dag á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir hér á landi.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Hrafnhildur vann til gullverðlauna í 200 metra bringusundi og náði um leið Ólympíulágmarki en hún synti á 2:25,39 mínútum. Hrafnhildur setti í leiðinni nýtt Íslandsmet (sem hún bætti um eina og hálfa sekúndu) og sló eigið mótsmet á Smáþjóðaleikunum en gamla metið var 2:31,28 mínútur. Karen Mist Arngeirsdóttir náði í bronsverðlaun í sömu grein en hún kom í bakkann á tímanum 2:41,91 mínútu. Eygló Ósk Gústafsdóttir gerði það einnig gott og vann til gullverðlauna í 100 metra baksundi. Eygló synti á 1:01,20 mínútum og sló eigið mótsmet um 1,69 sekúndu. Eygló vann einnig til gullverðlauna í 200 metra baksundi í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir kom önnur í mark í 100 metra baksundinu á tímanum 1:03,84 mínútum. Í 100 metra baksundi í karlaflokki varð Kolbeinn Hrafnkelsson hlutskarpastur en hann kom í bakkann á 57,66 sekúndum, aðeins 0,01 sekúndu á undan Jean-Francois Schneiders frá Lúxemborg. Kristinn Þórarinsson hafnaði í 3. sæti á tímanum 58,21 sekúndu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir vann sigur í 100 metra flugsundi á tímanum 1:00,91 mínútu og setti um leið nýtt mótsmet. Bryndís Rún Hansen hafnaði í 2. sæti á tímanum 1:01,10 mínútu. Þá vann Ísland sigur í kvennaflokki í 4x200 metra skriðsundi á tímanum 8:20,96 mínútum. Sveitina skipuðu Bryndís Rún, Inga Elín Cryer, Ingibjörg Kristín og Jóhanna Gerða. Ísland hafnaði í 2. sæti í karlaflokki í 4x200 metra skriðsundi. Öll úrslit dagsins má finna með því að smella hér.vísir/vilhelmvísir/vilhelm Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur náði Ólympíulágmarki Náði frábærum árangri í 200 m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í gær. 3. júní 2015 12:15 Hrafnhildur bætti met Eyglóar | Níu íslensk verðlaun í sundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir unnu bæði gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet. 2. júní 2015 19:11 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, sem náði Ólympíulágmarkinu í 200 metra fjórsundi í gær, hélt uppteknum hætti í dag á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir hér á landi.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Hrafnhildur vann til gullverðlauna í 200 metra bringusundi og náði um leið Ólympíulágmarki en hún synti á 2:25,39 mínútum. Hrafnhildur setti í leiðinni nýtt Íslandsmet (sem hún bætti um eina og hálfa sekúndu) og sló eigið mótsmet á Smáþjóðaleikunum en gamla metið var 2:31,28 mínútur. Karen Mist Arngeirsdóttir náði í bronsverðlaun í sömu grein en hún kom í bakkann á tímanum 2:41,91 mínútu. Eygló Ósk Gústafsdóttir gerði það einnig gott og vann til gullverðlauna í 100 metra baksundi. Eygló synti á 1:01,20 mínútum og sló eigið mótsmet um 1,69 sekúndu. Eygló vann einnig til gullverðlauna í 200 metra baksundi í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir kom önnur í mark í 100 metra baksundinu á tímanum 1:03,84 mínútum. Í 100 metra baksundi í karlaflokki varð Kolbeinn Hrafnkelsson hlutskarpastur en hann kom í bakkann á 57,66 sekúndum, aðeins 0,01 sekúndu á undan Jean-Francois Schneiders frá Lúxemborg. Kristinn Þórarinsson hafnaði í 3. sæti á tímanum 58,21 sekúndu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir vann sigur í 100 metra flugsundi á tímanum 1:00,91 mínútu og setti um leið nýtt mótsmet. Bryndís Rún Hansen hafnaði í 2. sæti á tímanum 1:01,10 mínútu. Þá vann Ísland sigur í kvennaflokki í 4x200 metra skriðsundi á tímanum 8:20,96 mínútum. Sveitina skipuðu Bryndís Rún, Inga Elín Cryer, Ingibjörg Kristín og Jóhanna Gerða. Ísland hafnaði í 2. sæti í karlaflokki í 4x200 metra skriðsundi. Öll úrslit dagsins má finna með því að smella hér.vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur náði Ólympíulágmarki Náði frábærum árangri í 200 m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í gær. 3. júní 2015 12:15 Hrafnhildur bætti met Eyglóar | Níu íslensk verðlaun í sundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir unnu bæði gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet. 2. júní 2015 19:11 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Sjá meira
Hrafnhildur náði Ólympíulágmarki Náði frábærum árangri í 200 m fjórsundi á Smáþjóðaleikunum í gær. 3. júní 2015 12:15
Hrafnhildur bætti met Eyglóar | Níu íslensk verðlaun í sundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir unnu bæði gullverðlaun á fyrsta keppnisdegi í sundi á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet. 2. júní 2015 19:11