Innlent

Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið á meðan kjaradeilur þeirra stóðu sem hæst.
Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið á meðan kjaradeilur þeirra stóðu sem hæst. vísir/pjetur
Félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna hafa samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið. Afar mjótt var á munum, raunar svo mjótt að fleiri sögðu nei en já en þar sem samningurinn var ekki felldur með tilskyldum meirihluta greiddra atkvæða er litið svo á að samningurinn hafi verið samþykktur.

Á kjörskrá voru 672 einstaklingar og neyttu 634 atkvæðisréttar síns. Já sögðu 308 eða 48,58%, nei sögðu 315 eða 49,68%. Auðir seðlar voru 11 eða 1,74%

Sjá einnig: Klofningur í röðum lögreglu

Ljóst er því að samningurinn var ekki felldur með tilskyldum meirihluta greiddra atkvæða og verður því, m.a. með vísun til niðurstöðu Félagsdóms í máli er varðar talningu og atkvæði í kosningu um kjarasamninga, að líta svo á að samkomulagið hafi verið samþykkt segir á heimasíðu Landssambands lögreglumanna.

Leitað var til lögmannsstofunnar Fortís sem komst að þessari niðurstöðu og er lögmaður BSRB sammála þessu áliti.

Nú hafa öll þrjú félögin, SFR, SFLÍ og LL samþykkt þá samninga sem skrifað var undir 28. október.


Tengdar fréttir

Klofningur í röðum lögreglu

Formaður kjörstórnar Landssambands lögreglumanna segir að sambandið sé í hrikalegri stöðu eftir niðurstöðu kosningar félagsmanna um nýja kjarasamninga.

Verkfalli afstýrt um miðja nótt

"Við sem stóðum að þessum samningum erum mjög sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. "Þetta er alveg í anda þeirra markmiða sem við settum upp.“

Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika

Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×