Spennandi fyrir mig en gæti verið erfitt fyrir konuna mína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2015 06:00 Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Íslandi á Eurobasket. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, staldraði stutt við í Grikklandi. Hann var nýbúinn að spila sinn fyrsta heimaleik með Aries Trikala um helgina þegar fregnir bárust af því að hann hefði verið keyptur til tékknesku meistaranna í Nymburk. „Þetta er skref sem ég hef beðið eftir að taka lengi. Ég er ánægður og spenntur að fá loksins að taka það,“ sagði Hörður Axel í samtali við Fréttablaðið. Þessi 26 ára bakvörður er að fara að spila með sínu sjötta atvinnumannafélagi í fjórða landinu, auk þess að hafa spilað með þremur íslenskum félögum. CEZ Basketball Nymburk hefur orðið tvöfaldur meistari í heimalandinu undanfarin tólf tímabil í röð ef frá er talið vorið 2006.Þátttakan í Evrópukeppnunum heillar „Í fullri hreinskilni þá heillar tékkneska deildin mig ekkert,“ útskýrir Hörður hins vegar en það er þátttaka Nymburk í VTB- og Evrópudeildunum sem heillar. Í VTB-deildinni keppa lið frá sjö löndum. Hvíta-Rússland, Tékkland, Finnland, Eistland, Lettland og Kasakstan eiga hvert sinn fulltrúa en hin tíu liðin í deildinni eru öll rússnesk. VTB-deildin er í senn efsta deild í Rússlandi. Nymburk spilaði fyrst í VTB-deildinni árið 2011 og hafnaði í 14 sæti af 16 liðum á síðustu leiktíð. Nymburk leikur í FIBA Europe Cup í ár og er til að mynda í riðli með danska liðinu Bakken Bears. „Þetta er ný Evrópukeppni og þarna eru alvöru lið. Liðið ætlar sér stóra hluti í henni í vetur,“ segir Hörður Axel. „Mér skildist á umboðsmanni mínum að það gæti verið að ég yrði á ferðalagi í 8-9 daga í einu. Það er spennandi fyrir mig sem körfuboltamann að taka þátt í slíkum verkefnum en gæti verið erfitt fyrir konuna mína,“ segir hann.Líkaði vel vistin í Grikklandi Parinu líkaði vistin vel í Grikklandi og Hörður Axel sagði að það hefði verið erfitt að kveðja liðið, þrátt fyrir stutta dvöl þar. „Ég hef ekkert nema gott um félagið og fólkið hér að segja. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að halda mér, sem gerði það enn erfiðara að fara. En þetta er ákvörðun sem ég tók og ég verð að standa með henni.“ Forráðamenn Nymburk gengu hart eftir því að fá Hörð Axel sem er þó ekki kominn til Tékklands til að vera í stærra hlutverki en aðrir. „Það eru gerðar sömu kröfur til mín og allra annarra. Það eru allir með svipuð hlutverk og ég get í raun notið þess að detta inn í liðið og njóta þess einfaldlega að spila körfubolta, án þess að hugsa sérstaklega um stig eða stoðsendingar. Ég hef verið að leitast eftir þessu í langan tíma og nú er maður loksins kominn til liðs þar sem maður getur einfaldlega notið þess að spila,“ segir Hörður Axel en hann var með klásúlu í samningi sínum sem auðveldaði honum að fara.Stoltur af því að þer keyptu upp samninginn minn „En þetta félag hefði auðveldlega getað fundið einhvern annan leikmann sem væri einfaldlega á lausu. Ég er stoltur af því að þeir keyptu upp samninginn minn og lögðu svo mikla áherslu á að fá mig. Það sýnir að þeir bera ákveðið traust til mín,“ segir hann og bætir við að hann hafði vonast til að fá svona tækifæri. „En að það hafi komið jafn snemma og raunin varð – eftir aðeins fjórar vikur í Grikklandi – óraði mig ekki fyrir.“ Hörður Axel samdi út tímabilið eins og algengt er í körfuboltanum í Evrópu. „Þetta er ákveðinn lífsstíll sem maður verður að tileinka sér en við njótum þess að búa hér úti og reynum að gera gott úr öllu saman. Þetta bar allt saman afar brátt að en ég vona að það komi ekkert óvænt upp og að ég klári tímabilið með Nymburk," sagði Hörður Axel. Körfubolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, staldraði stutt við í Grikklandi. Hann var nýbúinn að spila sinn fyrsta heimaleik með Aries Trikala um helgina þegar fregnir bárust af því að hann hefði verið keyptur til tékknesku meistaranna í Nymburk. „Þetta er skref sem ég hef beðið eftir að taka lengi. Ég er ánægður og spenntur að fá loksins að taka það,“ sagði Hörður Axel í samtali við Fréttablaðið. Þessi 26 ára bakvörður er að fara að spila með sínu sjötta atvinnumannafélagi í fjórða landinu, auk þess að hafa spilað með þremur íslenskum félögum. CEZ Basketball Nymburk hefur orðið tvöfaldur meistari í heimalandinu undanfarin tólf tímabil í röð ef frá er talið vorið 2006.Þátttakan í Evrópukeppnunum heillar „Í fullri hreinskilni þá heillar tékkneska deildin mig ekkert,“ útskýrir Hörður hins vegar en það er þátttaka Nymburk í VTB- og Evrópudeildunum sem heillar. Í VTB-deildinni keppa lið frá sjö löndum. Hvíta-Rússland, Tékkland, Finnland, Eistland, Lettland og Kasakstan eiga hvert sinn fulltrúa en hin tíu liðin í deildinni eru öll rússnesk. VTB-deildin er í senn efsta deild í Rússlandi. Nymburk spilaði fyrst í VTB-deildinni árið 2011 og hafnaði í 14 sæti af 16 liðum á síðustu leiktíð. Nymburk leikur í FIBA Europe Cup í ár og er til að mynda í riðli með danska liðinu Bakken Bears. „Þetta er ný Evrópukeppni og þarna eru alvöru lið. Liðið ætlar sér stóra hluti í henni í vetur,“ segir Hörður Axel. „Mér skildist á umboðsmanni mínum að það gæti verið að ég yrði á ferðalagi í 8-9 daga í einu. Það er spennandi fyrir mig sem körfuboltamann að taka þátt í slíkum verkefnum en gæti verið erfitt fyrir konuna mína,“ segir hann.Líkaði vel vistin í Grikklandi Parinu líkaði vistin vel í Grikklandi og Hörður Axel sagði að það hefði verið erfitt að kveðja liðið, þrátt fyrir stutta dvöl þar. „Ég hef ekkert nema gott um félagið og fólkið hér að segja. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að halda mér, sem gerði það enn erfiðara að fara. En þetta er ákvörðun sem ég tók og ég verð að standa með henni.“ Forráðamenn Nymburk gengu hart eftir því að fá Hörð Axel sem er þó ekki kominn til Tékklands til að vera í stærra hlutverki en aðrir. „Það eru gerðar sömu kröfur til mín og allra annarra. Það eru allir með svipuð hlutverk og ég get í raun notið þess að detta inn í liðið og njóta þess einfaldlega að spila körfubolta, án þess að hugsa sérstaklega um stig eða stoðsendingar. Ég hef verið að leitast eftir þessu í langan tíma og nú er maður loksins kominn til liðs þar sem maður getur einfaldlega notið þess að spila,“ segir Hörður Axel en hann var með klásúlu í samningi sínum sem auðveldaði honum að fara.Stoltur af því að þer keyptu upp samninginn minn „En þetta félag hefði auðveldlega getað fundið einhvern annan leikmann sem væri einfaldlega á lausu. Ég er stoltur af því að þeir keyptu upp samninginn minn og lögðu svo mikla áherslu á að fá mig. Það sýnir að þeir bera ákveðið traust til mín,“ segir hann og bætir við að hann hafði vonast til að fá svona tækifæri. „En að það hafi komið jafn snemma og raunin varð – eftir aðeins fjórar vikur í Grikklandi – óraði mig ekki fyrir.“ Hörður Axel samdi út tímabilið eins og algengt er í körfuboltanum í Evrópu. „Þetta er ákveðinn lífsstíll sem maður verður að tileinka sér en við njótum þess að búa hér úti og reynum að gera gott úr öllu saman. Þetta bar allt saman afar brátt að en ég vona að það komi ekkert óvænt upp og að ég klári tímabilið með Nymburk," sagði Hörður Axel.
Körfubolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira