NFL-sjónvarpsstöðin hefur beðið leikmenn Cincinnati Bengals afsökunar þar sem þeir sáust naktir á stöðinni um síðustu helgi.
NFL network hefur aðgang víða og meðal annars í búningsklefa félaganna. Eftir leik Bengals gegn Buffalo um helgina var farið inn í klefa Bengals og tekin viðtöl í beinni.
Myndatökumaðurinn passaði aftur á móti ekki upp á sitt sjónarhorn því það sást beint inn í sturtu liðsins á bak við manninn sem var í viðtali.
Grunlausir leikmenn Bengals skörtuðu því sínu heilagasta í beinni með Dubbel Dusch í hárinu.
Sjónvarpsstöðin hefur beðist afsökunar og segir að ekki hafi verið farið eftir starfsreglum. Upp á þetta verði passað í framtíðinni.
Leikmenn Bengals naktir í beinni útsendingu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
