Enski boltinn

Mourinho: Ég á inni að taka eitt lélegt tímabil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru dökkir tímar á ferli Mourinho nú um stundir.
Það eru dökkir tímar á ferli Mourinho nú um stundir. vísir/getty
Það er mikil pressa á Jose Mourinho, stjóra Chelsea, eftir herfilega byrjun liðsins á þessari leiktíð. Byrjun sem er sú versta síðan Rússinn Roman Abramovich keypti félagið.

Mourinho er að stýra liðinu í annað sinn á ferlinum. Hann var rekinn í september árið 2007 en þá byrjaði liðið samt ekki eins illa og núna. Skal því engan undra að framtíð hans hjá félaginu sé sögð vera í hættu.

Portúgalski stjórinn segir að hann eigi skilið smá slaka.

„Auðvitað hef ég unnið mér inn réttinn á einu lélegu tímabili. Það eru þjálfarar þarna úti sem ná kannski einu góðu tímabili af tuttugu. Sumir ná engu góðu tímabili,“ sagði Mourinho.

„Ég á rétt á einu lélegu tímabili. Ég þarf ekkert að sanna. Ég hef margoft sannað mig. Ég lifi í öðrum heimi. Ég er ekki maðurinn með völdin. Ég er einmanna maður í fótboltaheiminum. Ég vinn mína vinnu. Ég er ekki pólitíkus og er alveg sama hvað fólki finnst um mig. Ég er bara eins og ég er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×