Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. vísir/anton Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00