Íslenski boltinn

Tvær þrennur í Lengjubikarnum í dag | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glenn var í stuði í dag.
Glenn var í stuði í dag. vísir/
ÍBV, Selfoss og Víkingur Reykjavík unnu öll sína leiki í Lengjubikar karla A-deild, en leikið var í mótinu í dag.

ÍBV átti í engum vandræðum með fyrstu deildarlið BÍ/Bolungarvík. Jonathan Glenn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og þeir Bjarni Gunnarsson og Ian Jeffs bættu við sitthvoru markinu fyrir Eyjapilta.

ÍBV er með sex stig eftir fjóra leiki, en þeir fengu þrjú stig þegar Blikar tefldu fram ólöglegum leikmanna í leik liðanna á dögunum. Því var þetta fyrsti almennilegi sigur ÍBV í mótinu. BÍ/Bolungarvík er án stiga eftir fyrstu fimm leikina með markatöluna 0-18.

Fyrstu deildarliðin Fram og Selfoss mættust einnig í Egilshöll í dag. Elton Barros lék á alls oddi og skoraði þrennu, rétt eins og Glenn, en Arnór Daði Aðalsteinsson jafnaði þó metin fyrir Fram á tímapunkti með smekklegu marki.

Fram er án stiga eftir fjóra leiki með markatöluna 2-8, en Selfoss hefur spilað fjóra leiki og fengið í þeim sjö stig.

Víkingur Reykjavík sigraði svo Fjölni í síðasta leik dagsins. Haukur Baldvinsson skoraði fysrta markið eftir undirbúning Pape Mamadou Faye og Rolf Toft bætti við öðru marki stuttu síðar. Bæði mörkin komu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Eftir sigurinn eru Víkingar með tíu stig eftir fimm leiki, en Fjölnir sex stig eftir fjóra leiki.

Hér að neðan má sjá öll úrslit og markaskorara og einnig má sjá mörkin úr leik ÍBV og Bí/Bolungarvíkur.

ÍBV - BÍ/Bolungarvík 5-0

1-0 Jonathan Glenn (18.), 2-0 Bjarni Gunnarsson (26.), 3-0 Jonathan Glenn (45.), 4-0 Ian Jeffs (49.), 5-0 Jonathan Glenn (80.).

Fram - Selfoss 1-3

0-1 Elton Barros (6.), 1-1 Arnór Daði Aðalsteinsson, 1-2 Elton Barros (64.), 1-3 Elton Barros (90.).

Víkingur R. - Fjölnir 2-0

1-0 Haukur Baldvinsson, 2-0 Stefán Þór Pálsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×