Avaldsnes er áfram í öðru sæti norsku úrvalsdeildar kvenna í knattpsyrnu eftir 5-0 stórsigur á Arna Bjørnar í dag.
Elise Thorsnes kom Avaldsnes yfir og Elise var aftur á ferðinni skömmu síðar. Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum fyrir Avaldsnes, en hún gerði þriðja markið með þrumuskoti.
Cecile Pedersen og Karina Sævik bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk, en lokatölur 5-0. Avaldsnes í öðru sætinu, sex stigum á eftir Lilleström.
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð allan tímann í marki Lilleström sem gerði markalaust jafntefli við Stabæk á útivelli. Lilleström er á toppnum með 31 stig.
María Þórisdóttir skoraði þriðja mark Klepp í 3-1 sigri liðsins á Vålerenga í fyrsta leik dagsins í dag. Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp sem er í þriðja sætinu, en Katrín Ásbjörnsdóttir spilar einnig með Klepp.
Hólmfríður og María á skotskónum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti


Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti

