Bjarni og Frímann vilja sýna að ástin er allskonar Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. ágúst 2015 13:57 Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson hafa verið giftir frá árinu 2008. Mynd/Pjetur Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann. Hinsegin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Það er óhætt að segja að Bjarni Snæbjörnsson og Frímann Sigurðsson séu menn dagsins. Parið prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem þeir sitja saman á regnbogalitum Skólavörðustígnum. Sem kunnugt er ná Hinsegin dagar hámarki í dag með Gleðigöngunni klukkan 14. „Þetta er mjög skemmtilegt. Þetta er það sem maður kallar trending,“ segir Bjarni eldhress í samtali við Vísi. Forsíða Fréttablaðsins hefur verið í mikilli dreifingu á Facebook í dag og greinilega margir ánægðir með boðskapinn, „ástin er alls konar“.Forsíða Fréttablaðsins í dag.Bjarni og Frímann, sem hafa verið giftir frá árinu 2008, hafa eðlilega orðið varir við athyglina og margir tekið mynd af forsíðunni og smellt á Facebook-vegginn þeirra. „Hver mynd er komin með meira en 100-like,“ segir Bjarni greinilega spenntur fyrir deginum.Dagurinn snýst um ást og kærleik Bjarni segir að þeir Frímann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um að sitja fyrir á forsíðunni. „Nei, það er bara mjög gaman að fá að taka þátt í þessu og sýna að ástin er alls konar,“ segir Bjarni. Það sé það eina sem skipti máli, kærleikurinn og ástin. „Það er það sem þessi dagur snýst um.“ Það verður nóg að gera hjá Bjarna í dag sem verður í hlutverki kynnis á Arnarhóli þar sem skemmtiatriði verða til klukkan 17:30 í dag. „Svo er bara boð með góðum vinum seinni partinn og í kvöld,“ segir Bjarni. Annars er frekari útfærsla á kvöldinu óráðin enda svo margt í boði. Hann telur líklegra en ekki að gleðin mun standa fram á nótt.Ekki bara glimmer og glamúr Frímann segir að honum þyki hátíðin alltaf vera mjög skemmtileg og hátíðleg. „Hún er búin að opnast upp, með breyttu sniði, eins og með þessum málþingum í Iðnó. Þetta er ekki bara glimmer og glamúr,“ segir Frímann Sigurðsson. Frímann hyggst fara niður í bæ til að fylgjast með Gleðigöngunni á eftir þrátt fyrir veikingi. „Það verður brunch með vinum og svo mun ég fylgjast með göngunni og Bjarna sem verður á sviðinu. Eftir gönguna mun svo hópurinn hópurinn Kökur og kynvillingar hittast,“ segir Frímann.
Hinsegin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira