Menning

Byrjaði sjö ára að mála

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ segir Eiríkur.
„Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ segir Eiríkur. Vísir/Arnþór
Eiríkur Smith verður níræður á morgun, sunnudag. Hann á að baki langan og farsælan feril.

„Ég byrjaði sjö ára að mála og barnakennararnir í Hafnarfirði komu fljótt auga á að þarna væru einhverjir hæfileikar,“ segir Eiríkur sem nú kveðst hafa lagt penslana á hilluna.

Eiríkur býr enn í Hafnarfirði og gaf Hafnarborg hátt á fjórða hundrað verka eftir sig árið 1990; olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar.

„Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ segir listamaðurinn, sem einnig lærði prentmyndagerð og starfaði við hana um tíma.

Sýningar á verkum Eiríks hafa verið árvissar í Hafnarborg síðustu ár. Sú fimmta og síðasta í þeirri röð fer upp á veggina í október.

Hafnarborg býður upp á léttar veitingar milli klukkan 16 og 18 á afmælisdaginn, Eiríki til heiðurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×