Fimm vilja verða héraðssaksóknarar. Ásamt þeim Ólafi og Bryndísi sóttu þau Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, og Jón H.B. Snorrason varalögreglustjóri um starfið.

Fimm sóttu um stöðu varahéraðssaksóknara; áðurefndur Björn Þorvaldsson og Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknarar hjá embætti sérstaks saksóknara, og Daði Kristjánsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, öll saksóknarar hjá embætti ríkissaksóknara.
Nýr héraðssaksóknari tekur til starfa 1. janúar og verður embætti sérstaks saksóknara þá lagt niður.
Innanríkisráðherra hefur falið nefnd að fara yfir umsóknirnar og á hún að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda.