Golf

Ísland með forystu fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen er í 3. sæti.
Karen er í 3. sæti. vísir/stefán
Íslenska kvennalandsliðið í golfi er í forystu fyrir lokadaginn á Smáþjóðaleikunum.

Íslenska liðið, sem er skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, Karenu Guðnadóttur og Sunnu Víðisdóttur, hefur leikið á pari vallarins og er með 29 högga forystu á Mónakó. Lúxemborg er í 3. sæti og Liechenstein rekur svo lestina.

Guðrún Brá er í efsta sæti í einstaklingskeppninni á sex höggum undir pari. Sophie Sandolo frá Mónakó er í 2. sæti, sex höggum á eftir Guðrúnu sem lék á 70 höggum í dag, eða einu undir pari.

Karen er í 3. sæti á níu höggum yfir pari, þremur höggum á undan Sunnu sem er í 4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×