Sáttafundir BHM og hjúkrunarfræðingar við ríkið sigldu í strand á miðvikudaginn og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Meðlimir BHM hafa verið í verkfalli í um átta vikur og ekki sér fyrir endann á því. Sömu sögu er að segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga þó það hafi staðið skemur yfir.
Þriðjungur geislafræðinga LSH hafa sagt upp störfum og fimmtungur ljósmæðra landsins er farinn að hugsa sér til hreyfings.


