Skoðun

Um óveðursskaða og leka í Hörpu o.fl.

Örnólfur Hall skrifar
Þeir sem fara um Hörputorg (malbikstorgið) geta séð þaðan að í óveðrinu 30.11. sl. skemmdist og rifnaði upp nýr þakkantur á alllöngum kafla að vestanverðu. Nú er opið þar inn að pappaþaki Eldborgar. Þetta er annar þakkantur en sá sem var byggður í upphafi og var fjarlægður. Nú þarf að byggja upp þann þriðja. Allt er þá þrennt er!

Undir þessu þaksvæði er vinsælt hjá fjölmiðlafólki að spjalla við m.a. Íslandsvini með „stuðla“-vegg í baksýn. Vandræði voru líka áður með sams konar þakkant á austurhlið hússins og mátti sjá hann opinn á kafla, í nokkra mánuði, í bið eftir réttri viðgerð. Það á að hafa tónað í kanti undir tónum Töfraflautunnar að sögn gesta.

Þann 16.12.14 komu svo fréttir um lekaflóð (úr loftræsirörum) undir glerplötuþakinu ofurdýra (130 millj.). Margir gestir muna líka þegar þeir lentu í óvæntu steypibaði úr lofti Eldborgarsalar á Abba-tribute tónleikum fyrir fáum árum.

Óveðrin

Harpa virðist ekki þola veðurofsa eins og sjá mátti líka í óveðri í nóvember 2012: Rúður létu á sjá og klæðning rifnaði undan norðurhlið og fordyri aðfanga- og tæknibíla fuku upp. Það var mikil mildi að brakið frá bílafordyrinu, sem fauk út á austurgarðinn, lenti ekki á túristum í nánd. Það brakaði og ískraði í hjúp, sagði starfsfólk og gestir. Þá voru nánast helgispjöll að flytja annað en mærðarfréttir af Hörpu og ekki mátti vekja athygli á þessu í fjölmiðlum með myndum.

Úttektir og ábyrgðir

Enn hefur undirritaður og kollegi hans ekki fengið að sjá áður umbeðin úttektar- og ábyrgðargögn um Hörpu. En á fundi okkar með fv. stjórnarformanni Hörpu var okkur sagt að þau væru hjá embætti byggingarfulltrúa. Nýlega var aftur komið að tómum kofa hjá embættinu um þetta, í svonefndum „Erindreka“ (upplýsingaveitu bftr.). Líka finnast ekki enn opinberar upplýsingar um þann hluta kostnaðar (milljónahlut) í fyrri gallavegg Hörpu sem í svari fv. ráðherra menntamála í janúar 2011, (fyrirspurn M.Á. 16.02.11) kom fram að lenti á verkkaupa (ríki og borg). Þ.e.a.s. okkar kostnaðarhluti í klúðri verktaka.

Í mars 2014 voru komnar 100.2 milljónir í viðhald á Hörpu (Heimild: Fjárlög 2011-(02-969/6.23) og RÚV-15/5/14. Er þetta Íslandsmet í opinberri byggingu á svo stuttum tíma.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×