Sjáið landsleik Íslands og Frakklands hér Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2015 15:15 Íslenska landsliðið í Counter-Strike er nú að spila sinn mikilvægasta leik lífs síns. „Eftir mjög erfiða leiki á þriðjudaginn gegn Noregi, Belgíu og Bosníu og Hersegóvínu þar sem að við náðum því miður bara einum sigri í hús, þá er komið að þessu,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson þjálfari íslenska landsliðsins í Counter-Strike eða CS, og helsti sérfræðingur Vísis í þessari tölvuleikjaíþrótt. Nú fer að hefjast landsleikur Íslands og Frakklands, leikurinn hefst 15:30 og eru lesendur Vísis hvattir til að fylgjast með í gáttinni sem birtist hér fyrir neðan. Þeir sem lýsa leiknum eru þeir Rúnar Nielsen og Tómas Jóhannsson. En, til að hita upp er Ólafur Nils beðinn um að fara aðeins yfir gang mála, en Íslendingar eru að keppast um að komast í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins í Counter-Strike. Mikil eftirvænting ríkir víða og til að mynda mun hópur manna koma saman og fylgjast með leiknum á stórum skjá í Stúdentakjallaranum.Kafsigldu Bosníu og Hersegóvínu „Já, við byrjuðum hrikalega illa gegn Noregi og liðið komst aldrei á flug. En, það þýddi ekkert að hengja haus. Við tókum léttan krísufund og ræddum hvað hafði farið úrskeiðis og hvað við þyrftum að gera betur. Stuttu eftir Noregsleikinn mættum við Bosníu og Hersegóvínu og þeir sáu aldrei til sólar. Íslenska liðið gjörsamlega kafsigldi þá og við unnum frekar þægilegan sigur þar. Seinasti leikurinn var gegn Belgum sem eru með nokkuð sterkt lið og við mættum inn í þann leik með góðan meðbyr frá leiknum á undan og höfðum sigurinn í hendi okkur, en gerðum því miður nokkur dýrkeypt mistök og töpuðum niður forskotinu og seinna meir leiknum.“Ólafur Nils segir leikinn við Frakka, sem nú er að hefjast, þann mikilvægasta í sögu íslensks Counter-Strike.Þrátt fyrir brösótt gengi þá komst Ísland uppúr riðlinum sem var einn sá sterkasti af fjórum riðlunum. „En vegna þess að við rétt komumst inn þá mætum við efsta liðinu úr riðli B, sem er landslið Frakklands. Þeir eru sennilega eitt af 4 landsliðunum sem eru hvað líklegust til að vinna Heimsmeistaramótið svo að okkur bíður gríðarlega stórt verk í dag, núna verða hinsvegar spilað svokallað „best af þremur“ , þar sem að bæði lið fá að velja sér keppnisvöll/borð og svo ef að það er jafnt eftir fyrstu tvo leikina er valið eitt að lokum að handahófi.“Líkur gegn okkar mönnum Ólafur Nils segir strákana vel stemmda fyrir leikinn gegn Frakklandi þrátt fyrir að flestar veðmálasíður verði líklegast með 90 prósenta líkur á sigri Frakklands, jafnvel hærri. „Við höfum samt það með okkur að Frakkarnir munu mögulega vanmeta íslenska liðið, og við vitum vel að við eigum alveg möguleika á að sigra þá ef að við spilum vel, en það er ekkert pláss fyrir mistök og við verðum að vera gríðarlega einbeittir.“ Þessi leikur skiptir öllu, ef að við sigrum þá hefur liðið tryggt sér þáttökurétt á lokamótinu. „Og þá munum við fljúga út til Serbíu í næstu viku, þetta er 100 prósent stærsti kappleikur Íslandssögunnar í Counter-Strike og ég hvet alla til að horfa á útsendinguna og styðja við strákana okkar!“ segir Ólafur Nils sem sjálfur er nötrandi af hreinni og ómengaðri eftirvæntingu. Tengdar fréttir CS samfélagið grátt fyrir járnum Þrír landsleikir í Counter-Strike verða nú á eftir. Vísir sendir beint út frá leikjunum. 29. september 2015 14:57 „Það verða allir stjarfir að fylgjast með“ Íslenska landsliðið í Counter-Strike keppir við hina ógnarsterku Svía í kvöld; á leið sinni í úrslit heimsmeistaramótsins. 28. september 2015 11:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Eftir mjög erfiða leiki á þriðjudaginn gegn Noregi, Belgíu og Bosníu og Hersegóvínu þar sem að við náðum því miður bara einum sigri í hús, þá er komið að þessu,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson þjálfari íslenska landsliðsins í Counter-Strike eða CS, og helsti sérfræðingur Vísis í þessari tölvuleikjaíþrótt. Nú fer að hefjast landsleikur Íslands og Frakklands, leikurinn hefst 15:30 og eru lesendur Vísis hvattir til að fylgjast með í gáttinni sem birtist hér fyrir neðan. Þeir sem lýsa leiknum eru þeir Rúnar Nielsen og Tómas Jóhannsson. En, til að hita upp er Ólafur Nils beðinn um að fara aðeins yfir gang mála, en Íslendingar eru að keppast um að komast í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins í Counter-Strike. Mikil eftirvænting ríkir víða og til að mynda mun hópur manna koma saman og fylgjast með leiknum á stórum skjá í Stúdentakjallaranum.Kafsigldu Bosníu og Hersegóvínu „Já, við byrjuðum hrikalega illa gegn Noregi og liðið komst aldrei á flug. En, það þýddi ekkert að hengja haus. Við tókum léttan krísufund og ræddum hvað hafði farið úrskeiðis og hvað við þyrftum að gera betur. Stuttu eftir Noregsleikinn mættum við Bosníu og Hersegóvínu og þeir sáu aldrei til sólar. Íslenska liðið gjörsamlega kafsigldi þá og við unnum frekar þægilegan sigur þar. Seinasti leikurinn var gegn Belgum sem eru með nokkuð sterkt lið og við mættum inn í þann leik með góðan meðbyr frá leiknum á undan og höfðum sigurinn í hendi okkur, en gerðum því miður nokkur dýrkeypt mistök og töpuðum niður forskotinu og seinna meir leiknum.“Ólafur Nils segir leikinn við Frakka, sem nú er að hefjast, þann mikilvægasta í sögu íslensks Counter-Strike.Þrátt fyrir brösótt gengi þá komst Ísland uppúr riðlinum sem var einn sá sterkasti af fjórum riðlunum. „En vegna þess að við rétt komumst inn þá mætum við efsta liðinu úr riðli B, sem er landslið Frakklands. Þeir eru sennilega eitt af 4 landsliðunum sem eru hvað líklegust til að vinna Heimsmeistaramótið svo að okkur bíður gríðarlega stórt verk í dag, núna verða hinsvegar spilað svokallað „best af þremur“ , þar sem að bæði lið fá að velja sér keppnisvöll/borð og svo ef að það er jafnt eftir fyrstu tvo leikina er valið eitt að lokum að handahófi.“Líkur gegn okkar mönnum Ólafur Nils segir strákana vel stemmda fyrir leikinn gegn Frakklandi þrátt fyrir að flestar veðmálasíður verði líklegast með 90 prósenta líkur á sigri Frakklands, jafnvel hærri. „Við höfum samt það með okkur að Frakkarnir munu mögulega vanmeta íslenska liðið, og við vitum vel að við eigum alveg möguleika á að sigra þá ef að við spilum vel, en það er ekkert pláss fyrir mistök og við verðum að vera gríðarlega einbeittir.“ Þessi leikur skiptir öllu, ef að við sigrum þá hefur liðið tryggt sér þáttökurétt á lokamótinu. „Og þá munum við fljúga út til Serbíu í næstu viku, þetta er 100 prósent stærsti kappleikur Íslandssögunnar í Counter-Strike og ég hvet alla til að horfa á útsendinguna og styðja við strákana okkar!“ segir Ólafur Nils sem sjálfur er nötrandi af hreinni og ómengaðri eftirvæntingu.
Tengdar fréttir CS samfélagið grátt fyrir járnum Þrír landsleikir í Counter-Strike verða nú á eftir. Vísir sendir beint út frá leikjunum. 29. september 2015 14:57 „Það verða allir stjarfir að fylgjast með“ Íslenska landsliðið í Counter-Strike keppir við hina ógnarsterku Svía í kvöld; á leið sinni í úrslit heimsmeistaramótsins. 28. september 2015 11:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
CS samfélagið grátt fyrir járnum Þrír landsleikir í Counter-Strike verða nú á eftir. Vísir sendir beint út frá leikjunum. 29. september 2015 14:57
„Það verða allir stjarfir að fylgjast með“ Íslenska landsliðið í Counter-Strike keppir við hina ógnarsterku Svía í kvöld; á leið sinni í úrslit heimsmeistaramótsins. 28. september 2015 11:29