Erlent

Kunduz ekki lengur á valdi Talíbana

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Herinn réðist til atlögu í gærkvöldi og naut aðstoðar alþjóðlegra hersveita.
Herinn réðist til atlögu í gærkvöldi og naut aðstoðar alþjóðlegra hersveita. Vísir/AFP
Afgönsk stjórnvöld segjast hafa náð yfirráðum að nýju í hluta borgarinnar  Kunduz , sem Talíbanar náðu á sitt vald fyrr í vikunni.

Sérsveitir afganska hersins réðust til atlögu í gærkvöldi, í teymi með hefðbundnum hermönnum og lögreglu. 
Aðgerðirnar nutu stuðnings alþjóðlegra hersveita sem gerðu loftárásir á Talíbanana. 



Mikill fjöldi lést í aðgerðunum, þá sérstaklega talíbanar, en talsmaður afganska innanríkisráðuneytisins, segir að talið séu að 200 vígamenn hið minnsta hafi verið drepnir í aðgerðunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×