Vill Landsbankann í ríkiseign til frambúðar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. mars 2015 19:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar og Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru gestir í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hip Hop og Pólitík 365/Jóhannes Kristjánsson „Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri lang skynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frosti og Árni Páll Árnason voru jafnframt gestir í hlaðvarpsþættinum Hip hop og Pólitík þar sem talsverð umræða skapaðist um bankamarkaðinn á Íslandi sem er fákeppnismarkaður undir stjórn þriggja fyrirtækja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans sem saman eru með 90 prósent markaðshlutdeild. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir það markaðsbrest þegar 3-4 stórfyrirtæki séu ráðandi. Aðgangshindranir séu miklar og virk samkeppni lítil. Frosti Sigurjónsson gagnrýndi á dögunum þau áform Landsbankans að ætla að byggja rándýrar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð borgarinnar á Austurhöfn við hlið Hörpu. Frosti setti þetta í samhengi við fákeppnina sem er á bankamarkaði þegar 90 prósent markaðarins er stjórnað af þremur bönkum og lýsti áhyggjum af því að bankinn myndi velta kostnaðinum af byggingunni út í verðlag til viðskiptavina með hækkandi vöru- og þjónustugjöldum. Þess má geta að þjónustugjöld stóðu undir 40 prósent af samanlögðum heildarhagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra. Árni Páll tók undir áhyggjur Frosta í þættinum. Blasir ekki við Landsbankinn muni velta kostnaði vegna nýrra höfuðstöðva út í verðlag? „Það blasir við. Er bankastarfsemi endilega skynsamleg ofan í miðbæ? Og ef það er hægt að fá ódýrari lóðir annars staðar þá finnst mér að banki í ríkiseigu, sem veltir kostnaði út í verðlag, eiga að hugleiða það mjög alvarlega,“ sagði Árni Páll. Glapræði allra tíma að selja Landsbankann úr landiEr ekki æskilegt að þessi banki verði bara í ríkiseigu? „Engin spurning. Ég held að hvort sem það væru höft eða ekki og hvort sem einhver erlendur aðili ætti þennan banka eða ekki, þá myndi sá aðili bara ganga í klúbbinn og byrja að blóðmjólka þjóðina um leið og hann eignast þennan banka. Þá myndi bara arðurinn fara úr landi og það myndi kosta gjaldeyri á hverju ári. Þannig að við eigum alls ekki að selja bankann úr landi. Það væri glapræði allra tíma. Eigum bara þennan banka og notum hann til þess að halda hinum bönkunum að samkeppni. Ekki til að standa undir niðurgreiddu ríkistapi heldur, að hann verði rekinn á skynsamlegum forsendum í hóflegum höfuðstöðvum þar sem hagkvæmni og ráðdeild ræður ríkjum,“ sagði Frosti í þættinum. Sjúkt hugarfar bankamanna Árni Páll sagði að það væri „innbyggður sjúkdómur“ í hugarfar starfsmanna íslenska fjármálageirans. „Við erum hér bak við höft þar sem íslenskir bankar eru ekki í neinni samkeppni við aðra banka en hvaða fyrirtæki eru að leiða launaþróunina? Jú það eru bankarnir sem eru að auka launamuninn. Ef við horfum á millistjórnendur milli ólíkra atvinnugreina þá er það þarna sem bilið er að verða víðast. Mér finnst hugmyndaskekkja í þessu að það eigi allir alltaf að vera á rosalega góðum launum í fjármálafyrirtækjum. Ef við erum með þessa hugmynd sem grunn þá erum við bara að mergsjúga almenning.“ Í raun má segja að launaþróun bankamanna sé einn angi af goðsögninni um hið „sérstaka eðli banka“ að bankar séu sérstakar stofnanir í samfélaginu og um þá gildi eitthvað önnur lögmál en um önnur fyrirtæki í hagkerfinu. Hagfræðiprófessorarnir virtu Anat Admati og Martin Hellwig hafa reynt að leiðrétta þessa ranghugmynd, sem var smíðuð í fyllingu tímans af þrýstihópum fjármálageirans, í bók sinni Bankers New Clothes og samnefndri vefsíðu. Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum tækjum frá Apple. Alþingi Tækni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Ríkið ætti að eiga einn banka og fela honum það verkefni að skila hóflegri arðsemi og hvetja til aukinnar samkeppni á bankamarkaði. Ég held að það væri lang skynsamlegast og best fyrir þjóðina,“ segir Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frosti og Árni Páll Árnason voru jafnframt gestir í hlaðvarpsþættinum Hip hop og Pólitík þar sem talsverð umræða skapaðist um bankamarkaðinn á Íslandi sem er fákeppnismarkaður undir stjórn þriggja fyrirtækja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans sem saman eru með 90 prósent markaðshlutdeild. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir það markaðsbrest þegar 3-4 stórfyrirtæki séu ráðandi. Aðgangshindranir séu miklar og virk samkeppni lítil. Frosti Sigurjónsson gagnrýndi á dögunum þau áform Landsbankans að ætla að byggja rándýrar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð borgarinnar á Austurhöfn við hlið Hörpu. Frosti setti þetta í samhengi við fákeppnina sem er á bankamarkaði þegar 90 prósent markaðarins er stjórnað af þremur bönkum og lýsti áhyggjum af því að bankinn myndi velta kostnaðinum af byggingunni út í verðlag til viðskiptavina með hækkandi vöru- og þjónustugjöldum. Þess má geta að þjónustugjöld stóðu undir 40 prósent af samanlögðum heildarhagnaði stóru bankanna þriggja í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra. Árni Páll tók undir áhyggjur Frosta í þættinum. Blasir ekki við Landsbankinn muni velta kostnaði vegna nýrra höfuðstöðva út í verðlag? „Það blasir við. Er bankastarfsemi endilega skynsamleg ofan í miðbæ? Og ef það er hægt að fá ódýrari lóðir annars staðar þá finnst mér að banki í ríkiseigu, sem veltir kostnaði út í verðlag, eiga að hugleiða það mjög alvarlega,“ sagði Árni Páll. Glapræði allra tíma að selja Landsbankann úr landiEr ekki æskilegt að þessi banki verði bara í ríkiseigu? „Engin spurning. Ég held að hvort sem það væru höft eða ekki og hvort sem einhver erlendur aðili ætti þennan banka eða ekki, þá myndi sá aðili bara ganga í klúbbinn og byrja að blóðmjólka þjóðina um leið og hann eignast þennan banka. Þá myndi bara arðurinn fara úr landi og það myndi kosta gjaldeyri á hverju ári. Þannig að við eigum alls ekki að selja bankann úr landi. Það væri glapræði allra tíma. Eigum bara þennan banka og notum hann til þess að halda hinum bönkunum að samkeppni. Ekki til að standa undir niðurgreiddu ríkistapi heldur, að hann verði rekinn á skynsamlegum forsendum í hóflegum höfuðstöðvum þar sem hagkvæmni og ráðdeild ræður ríkjum,“ sagði Frosti í þættinum. Sjúkt hugarfar bankamanna Árni Páll sagði að það væri „innbyggður sjúkdómur“ í hugarfar starfsmanna íslenska fjármálageirans. „Við erum hér bak við höft þar sem íslenskir bankar eru ekki í neinni samkeppni við aðra banka en hvaða fyrirtæki eru að leiða launaþróunina? Jú það eru bankarnir sem eru að auka launamuninn. Ef við horfum á millistjórnendur milli ólíkra atvinnugreina þá er það þarna sem bilið er að verða víðast. Mér finnst hugmyndaskekkja í þessu að það eigi allir alltaf að vera á rosalega góðum launum í fjármálafyrirtækjum. Ef við erum með þessa hugmynd sem grunn þá erum við bara að mergsjúga almenning.“ Í raun má segja að launaþróun bankamanna sé einn angi af goðsögninni um hið „sérstaka eðli banka“ að bankar séu sérstakar stofnanir í samfélaginu og um þá gildi eitthvað önnur lögmál en um önnur fyrirtæki í hagkerfinu. Hagfræðiprófessorarnir virtu Anat Admati og Martin Hellwig hafa reynt að leiðrétta þessa ranghugmynd, sem var smíðuð í fyllingu tímans af þrýstihópum fjármálageirans, í bók sinni Bankers New Clothes og samnefndri vefsíðu. Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist vikulega á Vísi. Hip hop og Pólitík mældist vinsælasta podcast á Íslandi á dögunum og hefur frá byrjun verið "New and noteworthy" hjá Apple iTunes undir Podcasts. Það er fáanlegt undir Podcasts í öllum tækjum frá Apple.
Alþingi Tækni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira