Evrópa vs. Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2015 12:00 Persónuupplýsingar milljarða manna flæða um netþjóna. Baráttan um gögnin okkar stendur nú sem hæst. Lögmenn segja núverandi regluverk um meðferð persónuupplýsinga ónýtt en spurningin er hvort það skipti máli þegar milljarðar eru í húfi. „Þú ættir að íhuga að loka Facebook-aðganginum þínum ef þú vilt vernda upplýsingarnar þínar,“ sagði Bernhard Schima, lögmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Lúxemborg í vikunni. Hann beindi orðum sínum að Yves Bot, aðalmálaflutningsmanni Evrópudómstólsins. Schima og Bot voru að ræða framtíð friðhelgi persónuupplýsinga á stafrænum tímum. Framtíðin er ekki björt í þessum efnum. Schima lét ummælin falla þegar Bot og aðrir dómarar við Evrópudómstólinn voru að ræða stórfelldar persónunjósnir Bandaríkjamanna í samhengi við 15 ára gamlan samning milli ESB og Bandaríkjanna sem á að tryggja „viðeigandi vernd gagna“ þegar persónuupplýsingar þegna í Evrópu eru fluttar til fyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Samningurinn er kallaður Safe Harbour. Ummæli lögmannsins þýða að samningurinn er bitlaust vopn í baráttunni við að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Um leið er Safe Harbour gríðarlega þýðingarmikill samningur fyrir fyrirtæki á borð við Facebook og Google, milljarðar evra eru í húfi.Atlaga að tæknirisum Tilefni umræðunnar hjá Evrópudómstólnum var mál austurríska aðgerðasinnans Max Schrems en hann lagði fram kæru hjá Gagnavörslustofnun Írlands vegna flutnings persónuupplýsinga til Bandaríkjanna frá Facebook í Írlandi en kæran tekur einnig til Apple, Microsoft, Yahoo og Skype. Málinu var skotið til Evrópudómstólsins. Að baki Scherms er nokkuð breiður hópur aðgerðasinna sem kallar sig Evrópa vs. Facebook. Áhyggjur Schrems vöknuðu í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden árið 2013 sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir Bandaríkjamanna og Breta. Í gögnum Snowdens voru upplýsingar um PRISM-njósnakerfið sem hleypir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna inn í gagnsöfn tæknifyrirtækja eins og Facebook. Gögn Snowdens sýndu jafnframt fram á hvernig Bandaríkin seilast eftir og klófesta gríðarlegt magn gagna sem berst með sæstrengjum, heimshornanna á milli. IAPP (International Association of Privacy Professionals) greindi frá því í kjölfar umfjöllunar Evrópudómstólsins að framkvæmdastjórn ESB gæti ekki lengur tryggt persónuupplýsingar þegna sinna. Á sama tíma ítrekaði dómstóllinn að efnahagslegt og pólitískt mikilvægi Safe Harbour væri slíkt að nauðsynlegt væri að halda áfram að endurmeta regluverk samningsins. Sú vinna hefur staðið yfir í 18 mánuði og lítið bólar á umbótum.Heimurinn kortlagður Þrátt fyrir uppljóstranir Snowdens og þá vonlausu stöðu sem við notendur finnum okkur í þá höldum við áfram að nýta okkur þjónustu þessara fyrirtækja. Og það gjaldfrjálst í flestum tilfellum eða, eins og Pétur H. Blöndal þingmaður sagði í umræðu um þingsályktun um gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífsins í stafrænum heimi: „Við greiðum [fyrir þessa þjónustu] með upplýsingum um sjálf okkur.“ Pétur hafði, í umboði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, skotist til Þýskalands ásamt syni sínum til að ræða við háttsetta stjórnarliða þýsku ríkisstjórnarinnar sem þá stóðu í hápólitískum deilum við vini sína vestanhafs eftir að Der Spiegel greindi frá stórfelldum persónunjósnum Bandaríkjamanna í Þýskalandi. Njósnir sem meðal annars beindust að Þýskalandskanslara sjálfum. „Samkvæmt fyrstu uppljóstrunum Snowdens um njósnir NSA, þá er stofnunin að njósna um hundruð milljóna manna víða um heim. […] Þar sem flestar leitarvélar, samfélagsmiðlar og gagnaflutningslínur eru bandarískar eða liggja um Bandaríkin hefur NSA aðgang að feiknamiklum gögnum, um milljarða einstaklinga,“ sagði Pétur á Alþingi.Línurnar skýrast Pétur ítrekaði einnig hvernig ómögulegt væri fyrir einstaka löggjafa að setja lög um verndun persónuupplýsinga – í stafrænum heimi eru engin landamæri, lögsaga eða sýsla. „Þessi gagnasöfnun er yfirþyrmandi,“ sagði Pétur. „Og það er ósköp lítið eftir órannsakað hjá hverjum einstaka borgara á Jörðinni.“ Evrópudómstóllinn mun birta úrskurð sinn 24. júní næstkomandi. Niðurstaðan mun skýra þá lagalegu óvissu sem umlykur Safe Harbour og um leið leggja línurnar fyrir komandi baráttu tæknifyrirtækja sem krefjast óbeislaðs gagnaflæðis milli heimsálfa og talsmanna friðhelgi sem kalla eftir strangari reglum um að persónuupplýsingar verði geymdar á netþjónum í aðildarríkjum ESB. Alþingi Tækni Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Baráttan um gögnin okkar stendur nú sem hæst. Lögmenn segja núverandi regluverk um meðferð persónuupplýsinga ónýtt en spurningin er hvort það skipti máli þegar milljarðar eru í húfi. „Þú ættir að íhuga að loka Facebook-aðganginum þínum ef þú vilt vernda upplýsingarnar þínar,“ sagði Bernhard Schima, lögmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Lúxemborg í vikunni. Hann beindi orðum sínum að Yves Bot, aðalmálaflutningsmanni Evrópudómstólsins. Schima og Bot voru að ræða framtíð friðhelgi persónuupplýsinga á stafrænum tímum. Framtíðin er ekki björt í þessum efnum. Schima lét ummælin falla þegar Bot og aðrir dómarar við Evrópudómstólinn voru að ræða stórfelldar persónunjósnir Bandaríkjamanna í samhengi við 15 ára gamlan samning milli ESB og Bandaríkjanna sem á að tryggja „viðeigandi vernd gagna“ þegar persónuupplýsingar þegna í Evrópu eru fluttar til fyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Samningurinn er kallaður Safe Harbour. Ummæli lögmannsins þýða að samningurinn er bitlaust vopn í baráttunni við að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Um leið er Safe Harbour gríðarlega þýðingarmikill samningur fyrir fyrirtæki á borð við Facebook og Google, milljarðar evra eru í húfi.Atlaga að tæknirisum Tilefni umræðunnar hjá Evrópudómstólnum var mál austurríska aðgerðasinnans Max Schrems en hann lagði fram kæru hjá Gagnavörslustofnun Írlands vegna flutnings persónuupplýsinga til Bandaríkjanna frá Facebook í Írlandi en kæran tekur einnig til Apple, Microsoft, Yahoo og Skype. Málinu var skotið til Evrópudómstólsins. Að baki Scherms er nokkuð breiður hópur aðgerðasinna sem kallar sig Evrópa vs. Facebook. Áhyggjur Schrems vöknuðu í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowden árið 2013 sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir Bandaríkjamanna og Breta. Í gögnum Snowdens voru upplýsingar um PRISM-njósnakerfið sem hleypir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna inn í gagnsöfn tæknifyrirtækja eins og Facebook. Gögn Snowdens sýndu jafnframt fram á hvernig Bandaríkin seilast eftir og klófesta gríðarlegt magn gagna sem berst með sæstrengjum, heimshornanna á milli. IAPP (International Association of Privacy Professionals) greindi frá því í kjölfar umfjöllunar Evrópudómstólsins að framkvæmdastjórn ESB gæti ekki lengur tryggt persónuupplýsingar þegna sinna. Á sama tíma ítrekaði dómstóllinn að efnahagslegt og pólitískt mikilvægi Safe Harbour væri slíkt að nauðsynlegt væri að halda áfram að endurmeta regluverk samningsins. Sú vinna hefur staðið yfir í 18 mánuði og lítið bólar á umbótum.Heimurinn kortlagður Þrátt fyrir uppljóstranir Snowdens og þá vonlausu stöðu sem við notendur finnum okkur í þá höldum við áfram að nýta okkur þjónustu þessara fyrirtækja. Og það gjaldfrjálst í flestum tilfellum eða, eins og Pétur H. Blöndal þingmaður sagði í umræðu um þingsályktun um gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífsins í stafrænum heimi: „Við greiðum [fyrir þessa þjónustu] með upplýsingum um sjálf okkur.“ Pétur hafði, í umboði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, skotist til Þýskalands ásamt syni sínum til að ræða við háttsetta stjórnarliða þýsku ríkisstjórnarinnar sem þá stóðu í hápólitískum deilum við vini sína vestanhafs eftir að Der Spiegel greindi frá stórfelldum persónunjósnum Bandaríkjamanna í Þýskalandi. Njósnir sem meðal annars beindust að Þýskalandskanslara sjálfum. „Samkvæmt fyrstu uppljóstrunum Snowdens um njósnir NSA, þá er stofnunin að njósna um hundruð milljóna manna víða um heim. […] Þar sem flestar leitarvélar, samfélagsmiðlar og gagnaflutningslínur eru bandarískar eða liggja um Bandaríkin hefur NSA aðgang að feiknamiklum gögnum, um milljarða einstaklinga,“ sagði Pétur á Alþingi.Línurnar skýrast Pétur ítrekaði einnig hvernig ómögulegt væri fyrir einstaka löggjafa að setja lög um verndun persónuupplýsinga – í stafrænum heimi eru engin landamæri, lögsaga eða sýsla. „Þessi gagnasöfnun er yfirþyrmandi,“ sagði Pétur. „Og það er ósköp lítið eftir órannsakað hjá hverjum einstaka borgara á Jörðinni.“ Evrópudómstóllinn mun birta úrskurð sinn 24. júní næstkomandi. Niðurstaðan mun skýra þá lagalegu óvissu sem umlykur Safe Harbour og um leið leggja línurnar fyrir komandi baráttu tæknifyrirtækja sem krefjast óbeislaðs gagnaflæðis milli heimsálfa og talsmanna friðhelgi sem kalla eftir strangari reglum um að persónuupplýsingar verði geymdar á netþjónum í aðildarríkjum ESB.
Alþingi Tækni Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira