Innlent

Mjölnir flytur í Keiluhöllina

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Merki Mjölnis mun von bráðar prýtt veggi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð.
Merki Mjölnis mun von bráðar prýtt veggi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. Samsett/E.Ól/Mjölnir

Íþróttafélagið Mjölnir mun flytja starfsemi sína í húsnæðið sem áður hýsti Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Þetta var tilkynnt á afmælishátíð Mjölnis í dag.

Vísir greindi frá því í lok október að forsvarsmenn Mjölnis væru langt komnir í samningaviðræðum við eigendur Keiluhallarinnar og nú hefur verið gengið frá samningum.

Keiluhöllin er um það bil þrefalt stærri en núverandi aðstaða Mjölnis á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa.

Húsnæðið í Öskjuhlíðinni hefur staðið tómt frá því í janúar á þessu ári fyrir utan keilubrautinar þar sem sérstaka sérfræðinga þarf til þess að fjarlægja þær.

Í samtali við Vísi fyrr í vetur sagði Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis að hið 3000 fermetra húsnæði Keiluhallarinnar myndi henta Mjölni einstaklega vel.

„Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta.“

Stefnt er að því Mjölnir flytji starfsemi sína á næsta ári.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×