Formúla 1

Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg var fljótastur í Abú Dabí.
Nico Rosberg var fljótastur í Abú Dabí. Vísir/Getty

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji.

Í fyrstu lotunni komu Mercedes menn strax út á ofurmjúku dekkjunum. Þeir komu út og settu einn tíma hvor og létu þar við sitja.

Fernando Alonso sprengdi dekk í þegar hann var að reyna að tryggja sér þátttökurétt í annarri lotu. Hann kom McLaren bílnum ekki áfram.

Sebastian Vettel datt út í fyrstu lotu. Vettel var á góðri leið með að tryggja sig áfram þegar Ferrari bíllinn hætti að skila afli.

Ásamt Alonso og Vettel duttu út Marcus Ericsson á Sauber og Manor ökumennirnir.

Romain Grosjean fékk ekki drauma tímatöku til að kveðja Lotus á. Hann lenti í bilun.Vísir/Getty

Romain Grosjean glímdi við glussa vandræði í Lotus bílnum, var kallaður inn og vandamálið var talið leyst. Hann kom út og bilaði aftur á úthringnum. Grosjean setti ekki tíma í annarri lotu. Pastor Maldonado endaði ofar en liðsfélagi sinn í tímatökunni, í annað sinn í ár.

Sergio Perez kom Force India bíl sínum í þriðja sæti. Hann er búinn að vera í réttum gír alla helgina.

Ásamt Grosjean duttu út í annarri lotu Maldonado, Jenson Button á McLaren, Max Verstappen á Toro Rosso og Felipe Nasr á Sauber.

Baráttan um ráspól fór að vanda fram í þriðju lotu. Rosberg náði fyrsta högginu á liðsfélaga sinn. Pressan var komin á Hamilton í kjölfarið.

Hamilton svaraði Rosberg, en aðeins tímabundið. Þjóðverjinn svaraði fyrir sig og tók 18. ráspól Mercedes á árinu, af 19 mögulegum.

Perez gat ekki komið í veg fyrir að Raikkonen rændi þriðja sæti á ráslínu.

Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 12:30 á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.


Tengdar fréttir

Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×